• 1. Object
  • 2. Object

7.3° - S 7.2 m/s

585 0050

Book Tee Times

Kvennastarf GO hefst með léttkvöldi Oddskvenna

Golfsumarið er farið af stað og að venju verður kvennastarfið gríðarlega öflugt sem fyrr hjá Golfklúbbnum Oddi. Kvennastarfið fer formlega af stað með Léttkvöldi Oddskvenna þann 18. maí næstkomandi.

Léttkvöld Oddskvenna 18. maí

– Kynning á sumarstarfinu 2016 –

Miðvikudaginn 18. maí kl. 20.00 í Golfskálanum á Urriðavelli

Kæru Oddskonur. Nú blásum við til sóknar, hittumst hressar og fyllum Golfskálann okkar á Urriðavelli. (Það er gott að mæta tímanlega).

Dagskrá kvennastarfsins 2016:
– Vorferð til Hveragerðis  27. maí
– Vinkvennamót sumarsins
– Fuglar og Ernir
– Meistaramót GO
– Hattar og Pils
– Lokamót GO kvenna
– Tískusýning frá Golf Company

Engin skráning – bara mæta tímanlega.
Hlökkum til að sjá ykkur allar

Kvennanefnd
Golfklúbbsins Odds

 

Vorferð til Hveragerðis 27. maí

Kæru Oddskonur!

Við ætlum að spila á  Gufudalsvelli í Hveragerði í okkar hefðbundnu vorferð í ár. Mæting er kl. 11.30 þann 27. maí á íþróttasvæði Þróttar í Laugardal (sama stað og áður). Á Gufudalsvelli verður ræst út af öllum teigum kl. 14.00. Það verður að sjálfsögðu mikið gaman og glens í ferðinni, eins og okkur er einum lagið.

Verð kr. 7.900,-

Innifalið er rútan fram og til baka, teiggjöf, vallargjald, aðalréttur, kaffi og kaka á eftir.

Skráning fer fram á golf.is eða með tölvupósti á engilberts@simnet.is. Munið að skrá nafn og kennitölu. Staðfestið þátttöku með greiðslu inn á reikning: 526-14-405012,  kennitala: 300449-2209.

Ef einhverjar vilja EKKI far með rútunni, þá látið okkur vita, svo ekki þurfi að bíða eftir þeim sem fara á eigin bíl. – Sama verð fyrir alla.

Hlökkum til að sjá ykkur allar.

Kvennanefnd
Golfklúbbsins Odds

< Fleiri fréttir