• 1. Object
  • 2. Object

9.8° - NNV 6.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

LIÐ GO 50 + keppa á Íslandsmóti golfklúbba

(uppfærð frétt)


Keppni á Íslandsmótum 50 + í karla og kvenna flokki þar sem GO átti lið í 1. deild í báðum flokkum lauk í gær laugardaginn 22/8. Kvennalið GO keppti á Kirkjubólsvelli í Sandgerði og karlarnir á Hamarsvelli í Borgarnesi.

Kvennalið GO átti flott mót og keppti að endingu um þriðja sætið við lið Keilis en þurfti að lúta í lægra haldi en engu að síður flottur árangur hjá okkar konum. Hægt er að skoða fréttaflæði og klippur úr leikjum þeirra hér fyrir neðan.

Karlalið GO endaði mótið í áttunda og síðasta sæti eftir úrslitaleik um sæti í deildinni við lið heimamanna í GB. Leikurinn endaði 3 / 2 fyrir heimamenn og því er það hlutskipti okkar manna að leika í 2. deild að ári. Hér fyrir neðan er hægt að renna í gegnum leiki okkar manna.

Við þökkum okkar keppendum fyrir þeirra ómetanlega framlag sem fulltrúar GO. Áfram GO.

Staða í 1. deild kvenna

Lið GO kvenna var þannig skipað:

Björg Þórarinsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Auður Skúladóttir, Ágústa Arna Grétarsdóttir, Unnur Helga Kristjánsdóttir, Anna María Sigurðardóttir, Dídí Ásgeirsdóttir, Hulda Hallgrímsdóttir og Aldís Björg Arnardóttir.

Lið GO karla var þannig skipað:

Phill Andrew Hunter, Sigurhans Vignir, Jón Bjarki Sigurðsson, Einar Viðarsson Kjerúlf, Óskar Bjarni Ingason, Ingi Þór Hermannsson, Davíð Arnar Þórsson og Magnús R. Magnússon.

Fyrsti leikur kvenna var gegn liði Golfklúbbs Akureyrar og okkar konur sigruðu þann leik 4,5 / 0,5

Næsti leikur okkar kvenna var við lið Golfklúbbs Vestmannaeyja og þar unnu okkar konur góðan sigur 3 / 2

Þriðja umferð hjá okkar konum er við lið Keilis sem í gegnum árin hafa verið með gífurlega sterka keppnissveit og þær sýndu það í dag og unnu okkar konur nokkuð sannfærandi 5 / 0

Konurnar okkar eru að leika í undanúrslitum eftir flotta tvo sigra í riðlakeppninni. Leikurinn í dag er við lið GKG og hérna fyrir neðan má sjá hverjar mæta hverri.

Þá er það fimmti og síðasti leikur okkar kvenna, nú keppa þær við lið Keilis aftur en nú um verðlaun og sigurvegari leiksins nær þriðja sæti í mótinu. Áfram GO.

Karlalið GO keppti við lið GR í fyrsta leik dagins og þar fóru leikar þannig að GR vann leikinn 5 / 0

Næsti leikur okkar manna eftir hádegi var við nágranna okkar í GKG sem höfðu nauman sigur á okkar mönnum 3 / 2

Í þriðju umferð léku okkar menn við lið GS og þar sýndu góðan leik og sigur vannst þar 3 / 2

Leikur GO karla í 4. umferð er við lið GA og þar er hörkuleikur í gangi þar sem okkar menn eru undir eftir 9 holur í öllum leikjum skv. okkar innanbúðarfréttum og vonandi snúa okkar menn leiknum sér í hag.

Fimmta og síðasta umferð hjá okkar körlum er gegn liði Borgnesinga og það er mikið undir því liðið sem tapar fellur í 2. deild og því sendum við okkar mönnum stuðningskveðjur og höfum fulla trú á því að þeir klári leikinn með sóma.

< Fleiri fréttir