• 1. Object
  • 2. Object

-7.5° - SSA 2.1 m/s

585 0050

Book Tee Times

Liðakeppni GO 2021 – staðan eftir 5. mót

Aðstæður til golfleiks í fimmta móti í liðakeppni GO voru ekki þær bestu þó það hafi verið ágætt veður fyrri part dagsins þá fór heldur að hvessa þegar leið á daginn og kylfingar áttu flestir erfitt með að skora völlinn en það er alltaf svo að einhverjir ná að leika á vindinn og eiga góðan dag og í hús komu nokkur ágæt skor þó meðalskorið hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir.

Liðið Sigurvegararnir stóðu heldur betur undir nafni í þessu móti og silgdu með vindi og kræktu sér í 71 punkt þar sem Elín Hrönn Ólafsdóttir leiddi veginn með 40 punktum fyrir sitt lið. Í öðru sæti var lið Ellingsen KK sem krækti í 69 punkta og í þriðja sæti lið DD Lakkalakk sem skoraði 67 punkta.

Það er því orðin jöfn og spennandi keppni um efstu 10 sætin og öruggt að það verða einhverjar sviptingar á lokadegi þegar við klárum mótið með nýju afbirgði af betri bolta sem við kynnum nánar hér annars staðar. Með sigri í lokamóti getur lið í 24 sæti hoppað upp í topp 10 tæknilega ef önnur úrslit falla liðinu í vil og því eigum við eftir að sjá vonandi skemmtilegan lokasprett.

Hér er staðan að loknum 5 umferðum

Stadan-eftir-5-mot-2021

< Fleiri fréttir