• 1. Object
  • 2. Object

0° - SA 2.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Liðakeppni GO staðan eftir tvö mót

Það er líf og fjör og spenna í liðakeppni GO þetta árið enda mörg lið að keppa um efstu 10 sætin og það er öruggt að það verða sviptingar í mótinu alveg fram í lokamótið.

Mót númer tvö var leikið síðasta mánudag og eftir langan dag þar sem síðustu liðin skiluðu sér í hús um 23:00 tók mótsnefndin við kortunum og þar sem golfbox kerfið var ekki að vinna með okkur að þessu sinni tók við úrvinnsla úr skorum í gegnum litla mótsstjórann sem er lítið mótakerfi sem við höfum þurft að styðjast við í betra bolta mótum í gegnum tíðina.

Leikparið sem sigraði í móti nr. 2 átti aldeilis frábæran dag og skilaði skori upp á 54 punkta og sigraði því með nokkrum yfirburðum, þarna voru á ferðinni Arna Rúnarsdóttir og Karvel Þorsteinsson fyrir liðið Kom á óvart sem vippaði sér upp um nokkur sæti á stigatöflunni með þessum sigri.
Í öðru sæti var lið Greenara þar sem feðgarnir Snorri Már Egilsson og Egill Már Snorrason náðu í 50 punkta og lið DDLakkaLakk klóraði sig upp í þriðja sæti með 47 punkta þar sem Jóhann Helgi Ólafsson og Sólveig Guðmundsdóttir spiluðu þann góða hring saman og þar sem tvö lið voru jöfn í þriðja sæti taldi annað keppnislið DD sem skilaði 45 punktum og eins og við höfum sagt frá áður skiptir máli að mæta með fullmannað lið ef jafnt er því þá telur þriðji leikmaður ef um puntkakeppni er um að ræða eða annað liðið ef um liða/parakeppni er að ræða.

Hér fyrir neðan er staðan og einnig skor úr mótinu, við tökum fram að ekki eru endilega réttir leikhópar saman í litla mótsstjóranum þar sem skorkort voru slegin inn í þetta sem vinnuskjal. Næsta mót er strax eftir helgina og skráning opin á golfbox.golf í þessum hlekk hér

liðakeppni-2020-staða-eftir-mót-tvö

Betri-bolti-Urriðavöllur-liðakeppn-2020

< Fleiri fréttir