• 1. Object
  • 2. Object

-7.4° - ASA 2.1 m/s

585 0050

Book Tee Times

Lokahóf meistaramóts GO – dagskrá

Lokahóf Meistaramóts GO 2021

Fögnum glæstum sigrum, góðum höggum og löngum púttum og gerum okkur glaðan dag á laugardaginn.  Nú þegar komið er að lokum Meistaramóts er ærin ástæða til að fagna. Allir eru sigurvegarar á sinn hátt en meistarar verða krýndir.  Sumir hafa lokið leik en spennan er enn mikil í þeim flokkum sem eiga eftir að ljúka leik.

Þátttakendur eru hvattir til að mæta allir sem einn og velkomið að taka með sér gesti. Lokahófið er keppendum að kostnaðarlausu og makar og gestir greiða kr. 3.500,-

Dagskrá:

Húsið opnar klukkan 18:00, fordrykkur fram að verðlaunaafhendingu

„Gleðistund“ verður á barnum til klukkan 20:00

19:00 Formleg setning lokahófs

19:15  Verðlaunaafhending

20:20 Fingrafæðishlaðborð að hætti Öðlings Mathús þar sem LUX veitingar verða í essinu sínu. 21:00  Geirfuglarnir, Halldór Gylfason, Freyr Eyjólfsson og Þorkell Heiðarsson munu koma stuði í mannskapinn og DJ Bragi mun svo þeyta skífum fram eftir kvöldi

< Fleiri fréttir