• 1. Object
  • 2. Object

5.9° - ANA 5.3 m/s

585 0050

Book Tee Times

Lokamót Kvenna 9. september

Það styttist í lokamóti kvenna sumarið 2017 þar sem Oddskonur loka góðu golfsumri með skemmtilegu móti og kvöldverði þar sem öruggt er að gleði verður við völd og sumarið rifjað upp með góðum golfsögum. Skráning er í gangi á golf.is og mótið alveg að verða fullbókað og því um að gera að skrá sig á síðustu lausu plássin. 

Tími: Mæting kl. 13.00 – ræst út af öllum teigum kl. 14.00 þann 9. september.

Upplýsingar um mótið:
Leikur: Tveggja manna Texas scramble/Snærisleikur með afbrigðum (sjá nánar héð að neðan).

Skráning á golf.is er einungis til að tilkynna þátttöku. 
Mótstjórn mun raða saman í tveggja manna lið með það að leiðarljósi að lágforgjafakona verði með háforgjafakonu.

Eftir mót bíður okkar fordrykkur og glæsilegur kvöldverður.
Lamb og kalkúnn „A la Niculas“ kaffi og konfekt.

Teiggjöf og verðlaun fyrir 1., 2., 3., 4. og 5. sætið
Nándarverðlaun á par 3 brautum 4-8-13-15
Nándarverðlaun á 6. braut skv. afbrigði.

Fugladrottning Odds 2017 dregin út.

Verð kr. 4.900,-
Staðfestið þátttöku, fyrir 8, september með greiðslu inn á reikning: 526-14-405012, kennitala: 300449-2209 og sendið tölvupóst á engilberts@simnet.is

Texas Scramble
Þegar Texas Scramble er leikið leika tveir kylfingar saman í liði. Fer leikurinn þannig fram að báðir slá högg af teig, síðan velja þeir þann bolta sem þeim þykir vera í betri stöðu og slá báðir boltann þaðan. Sá sem á þann bolta sem kylfingunum þykir lakari færir því sinn bolta að bolta félaga síns.
Sá sem á hærri forgjöf slær alltaf fyrst og hinn á eftir. 
Eftir þau högg endurtekur ferlið sig allt þangað til boltinn er kominn í holuna.

Snærisleikur
Leyfilegt er að nota spottann til þess að færa boltan í allar áttir innan lengdar spottans án þess að það teljist högg. Þannig má færa boltann upp úr sandgryfju eða niður í holu á flöt ef svo ber undir. Í hvert sinn sem spottinn er notaður þannig er klippt af honum sem því nemur og styttist hann því um sömu vegalengd og fært er hverju sinni. Hér er um um mjög skemmtilegt leikkerfi að ræða og gott að vera útsjónarsamur í þessum leik. Þannig verður viðkomandi að gæta þess að eyða ekki öllum snærisspottanum í upphafi og einnig er afar óhagstætt að sitja uppi með afgang að leik loknum.

Texas Scramble er spilað með forgjöf og er reglan sú að sameiginleg vallarforgjöf kylfinganna tveggja er tekin saman og deilt í hana með tölunni fimm. Í tveggja manna Texas Scramble fá hverjir tveir sem leika saman einn snærisspotta skv. þannig útreiknaðri forgjöf. (15+25=40/5=8/2 snærisspottinn verður þá 4 metrar hjá þessu liði)

Afbrigði
2. braut – upphafshögg skal slegið með Tennisspaða
6. braut – slá skal í sandgryfjuna næst flöt. Taka skal boltann upp úr sandgryfjunni og leggja hann á 54 teig á 7. Braut. Slá hann þaðan yfir á flötina á 6. Braut – Nándarverðlaun hér.
9. braut – hér má aðeins nota 7 járn og pútter.
14. braut – þegar komið er inn á flöt, þá skal „Pútta“ með því að rúlla boltanum með hendinni í holuna.

Hlökkum til að sjá ykkur allar.
Kvennanefnd
Golfklúbbsins Odds

< Fleiri fréttir