• 1. Object
  • 2. Object

0.4° - SSA 2.1 m/s

585 0050

Book Tee Times

Nýjar staðarreglur á Urriðavelli

Eins og heimamenn þekkja mætavel og aðrir sem sótt hafa Urriðavöll heim síðasta áratug eða lengur þá hafa aðstæður til golfleiks breyst mikið á svæðinu. Stækkun lúpínusvæða og annars gróðurs hefur með árunum haft meiri og meiri áhrif á leik og aðstæður þannig á nokkrum svæðum að ómögulegt er í fyrsta lagi að finna golfboltann og í grunninn er það þannig að þó kylfingur finni boltann sinn þá er nánast ómögulegt að slá hann án þess að brjóta golfreglur.

Þegar nýjar golfreglur tóku gildi 2019 komu fram umtalsverðar breytingar og heimildir í þeim reglum til að nálgast uppsetningu Urriðavallar með það í huga að flýta leik og njóta vallarins mögulega enn betur en ella.

Vallarnefnd Urriðavallar hefur unnið að því að aðlaga golfvöllinn að nýjum regluheimildum og Þórður Ingason alþjóðadómari hefur farið yfir og endurritað staðarreglur á Urriðavelli. Tryggvi Ölver vallarstjóri og hans einvala starfslið hefur nú klárað uppsetningu á vellinum skv. þeim breytingum sem lagðar voru fram og ákveðnar voru og við vonumst innilega til þess að þessar breytingar geri golfleik á Urriðavelli hraðari, skemmtilegri og það væri ekki leiðinlegt ef vallarmatið myndi mögulega hækka eitthvað við þessar breytingar en það mun koma síðar í ljós.

Til að skauta aðeins yfir það sem gert hefur verið ber helst að nefna að reglur um Vítasvæði eru einna umfangsmestar í þessum breytingum. Við höfum ákveðið að hraunjaðar vallarins sem liggur meðfram 3.4.7.8.15.16 og 17. holu falli undir rautt vítasvæði og er þá heimild til þess að taka víti þar sem boltinn skar síðast það svæði eða eins og það er tilgreint í reglunum. Á 5. holu höfum við einnig merkt rautt vítasvæði hægra megin í brekkunni og svæði bæði hægra megin og vinstra megin á 12. braut hafa verið merkt rauðum hælum og gildir þá sama regla þar við lausn ef nýta skal hana að lausn tekin þar sem boltinn síðast skar það svæði.

Við höfum einnig breytt aðeins vallarmörkum í kringum Ljúfling og fært þar hvíta hæla nær Ljúflingvellinum eða hinum megin við veginn. Við höfum einnig bætt inn í staðarreglur viðbótarlausn ef bolti er týndur eða útaf sem útskýrt er hér nokkuð vel hér fyrir neðan.

Viðbótarlausn ef bolti er týndur eða útaf

Bolti fer út fyrir vallarmörk á stað „A“

Kylfingur getur farið allt að 2 kylfulengdir inn á snögglegið svæði á braut á móts við staðinn þar sem boltinn fór útaf merkt „B“ (ekki nær holu).

Eða láta boltann falla á skyggða svæðinu fjær holu „C“.  

Lausnir  „B“ og „C“:  Tvö högg.

Eftir sem áður getur kylfingur endurtekið höggið þaðan sem síðasta högg var slegið.      Eitt högg

Við vonum að þessar breytingar verði til góðs og létti okkur lund og leik á Urriðavelli. Við munum að sjálfsögðu hlera og fylgjast með því hvernig þetta virkar í sumar og biðjum kylfinga að kynna sér gildandi golfreglur og fylgjast með ef t.d. tímabundnar staðarreglur breytast en þá falla oft út reglur eins og að heimilt sé að færa á braut og flötum sem enn er við líði á Urriðavelli þegar þetta er ritað.

STAÐARREGLUR Á URRIÐAVELLI

Staðarreglur-á-Urriðavelli-Júní-2020

< Fleiri fréttir