• 1. Object
  • 2. Object

8.5° - A 5.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

Opnunarmót GO laugardaginn 7. maí

Opnunarmót Golfklúbbsins Odds sumarið 2016 fer fram laugardaginn 7. maí næstkomandi. Skráning í mótið hefst þriðjudaginn 3. maí kl. 12:00 inn á golf.is. Ræst verður út frá kl. 10:00 á laugardag til kl. 16:00 og eftir þann tíma er hefðbundin rástímaskráning. Ljúflingur opnar jafnframt á sama tíma og einnig æfingaflatir vallarins.

Nánari upplýsingar um Opnunarmót GO

Opnunarmót GO verður haldið laugardaginn þann 7. maí.  (EF VEÐUR LEYFIR)
Mótið er punktakeppni með hámarksforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Ræst verður út frá 1. teig og er fyrsti rástími kl: 10.00. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í karla og kvennaflokki.

Veitt verða verðlaun fyrir næst holu á:

  1. braut. 8. braut. 13. braut og 15. braut.

Ekki þarf að vera á flöt til að fá mælingu.
(Ef kylfingur fer holu í höggi þá telst það vera næst holu).

Veitt verða verðlaun fyrir lengsta teighögg kvenna á 12. braut
Veitt verða verðlaun fyrir lengsta teighögg karla á 14. braut.
Til að fá mælingu þarf boltinn að vera á braut.

Mótsgjald í opnunarmótið er 3000 kr.

Meðfram opnunarmótinu verður úrtökumót fyrir Holukeppni GO. Tilkynna þarf áður en leikið er hvort viðkomandi ætli sér að taka þátt í Holukeppninni.
Ef kylfingur ætlar að taka einnig þátt í Holukeppni þá er gjaldið 4000 kr. Þátttökugjald í Holukeppni GO 2016 er aðeins 1000 kr. Þessar 1000 krónur þarf aðeins að greiða einu sinni, sama hversu margar umferðir þú keppir.

< Fleiri fréttir