• 1. Object
  • 2. Object

3° - NNA 13 m/sek

585 0050

Örninn Golf – Heimslistamót dagur 2

Umferð tvö í karla og kvennaflokki kláraðist um miðjan dag í dag og við gátum komið kvennaflokki út í þriðju umferð svo þær eiga að klára sitt mót í dag/kvöld. Perla Sól er í efsta sæti fyrir lokaumferðina hjá konunum og Tómas Eiríksson Hjaltested hjá körlunum. Tómast lék hringinn í dag á 69 (-2) og er samtals á -1 eftir tvö daga og Perla lék hringinn í dag á 73 og er samtals á +3 fyrir lokaumferðina. Það bar einnig til tíðinda í dag að Markús Marelsson náði því afreki að fara holu í höggi á 15. braut vallarins og við óskum honum til hamingju með það.

3. umferð í karlaflokki er ráðgerð í fyrramálið, sunnudaginn 12.9, ef veðuraðstæður leyfa. Við stefnum á að ræsa alla út á nokkrum teigum í kringum 8:00 en við munum mæta hérna snemma og taka stöðuna og senda út skilaboð ef það er öruggt að aðstæður leyfa ekki golf eins og mögulegt er miðað við veðurspá.

Markús Marelsson

Perla Sól Sigurbrandsdóttir
Kristján Eiríksson Hjaltested
< Fleiri fréttir