• 1. Object
  • 2. Object

0° - N 0 m/s

585 0050

Book Tee Times

Powerade – liðakeppni GO

Það er komið að okkar árlegu liðakeppni GO, þar sem allir kylfingar í GO með skráða forgjöf geta myndað lið og keppt í skemmtilegri mótaröð. Mótið er byggt þannig upp að minnst þarf tvo liðsmenn til að skipa lið en að hámarki 6 leikmenn í liði. Í hverri umferð telja tveir leikmenn, þannig að lið með fleiri leikmönnum á auðvitað meiri möguleika á góðu skori liðs. Þrjú bestu mót liðsins telja svo að lokum eftir sumarið og við notumst við stigakerfi þannig að spennan er mikil alveg fram í lokaumferðina.

Mótið er spilað með fjölbreyttu sniði, það samanstendur af punktakeppni, betri bolta og greensome ásamt því að við bætum við einu aukamóti í sumar sem telur sér en ekki í heildarkeppninni þar sem leikin verður punktakeppni þar sem besta punktaskor liðsmanns telur á holu. Mótaröðinni lýkur svo í ágúst með lokamóti, lokahófi og glæsilegri verðlaunaafhendingu.

Við hvetjum alla til að taka þátt og mynda lið innan síns spilahóps, það er alltaf hægt að ræða við strákana í afgreiðslunni og þeir aðstoða við að setja saman lið, bæði einstaklinga inn í lið og pör. Þeir veita einnig allar upplýsingar um mótið og fyrirkomulagið ef þið hafið einhverjar spurningar. Hámarks leikforgjöf karla er 37 og hámarks leikforgjöf kvenna 43, fyrir þá sem ekki skilja það þá er mótið vissulega opið öllum með hærri forgjöf einnig en í mótinu telur einungis til punktasöfnunar miðað við þessa forgjöf en ekki grunnforgjöf kylfingsins ef hún er hærri en 37 (karlar) eða 43 (konur).

Sendið skráningu liðs á netfangið afgreidsla@oddur.is, tilgreinið liðsmenn, nafn liðs og þann aðila sem er í forsvari.

Mótin verða á eftirtöldum dögum:

Mót nr. 1: Miðvikudagurinn 15. maí. MÓTI FRESTAÐ – DAGSETNING AUGLÝST SÍÐAR

Rástímar frá 11:00 – 19:00
Leikfyrirkomulag: Punktakeppni tvö bestu skor telja.

Mót nr. 2: Mánudagurinn 27. maí. DAGSETNING VERÐUR SKOÐUÐ Í SAMRÆMI VIÐ FRESTUN Á 1. MÓTI
Rástímar frá 11:00 – 19:00
Leikfyrirkomulag: Betri bolti: Besta skor pars telur.
 
Mót nr. 3:
Þriðjudagurinn 25. júní. Rástímar frá 11:00 – 19:00
Leikfyrirkomulag:  Punktakeppni tvö bestu skor telja.
 
Mót nr. 4: Mánudagurinn 22. júlí. Rástímar frá 11:00 – 19:00
Leikfyrirkomulag:  Greensome: Besta skor pars telur.
  
Powerade-afbrigði:
Mánudagurinn 12. ágúst. Rástímar frá 11.00 – 18.30
Leikfyrirkomulag: Punktakeppni, besta skor liðs á holu (punktar) gildir. Sama hve margir úr liðinu keppa (því fleiri því betra fyrir liðið) Sá leikmaður sem á flesta punkta á holu telur fyrir liðið. Þeir kylfingar sem keppa fyrir lið sitt í þessu móti mega ekki vera saman í holli, það myndar ákveðna stemmingu og úrslit þessa móts er ekki tilkynnt fyrr en í lokahófi 31. ágúst.

Mót nr. 5: Lokamótið: Laugardagurinn 31. ágúst.
Leikfyrirkomulag:  Punktakeppni, tvö bestu skor telja.
 
Verðlaun fyrir 1. sætið í öllum mótunum 6 er: Gjafabréf á völdum veitingastað.
(Ef það eru 2 skráðir í liðið fær liðið gjafabréf fyrir 2 og ef það eru fleiri skráðir þá fær liðið gjafabréf fyrir hvern liðsmann).

Veitt verða nándarverðlaun og verðlaunað fyrir lengstu teighögg kvenna og karla í hverju móti. Í lokahófi eru svo efstu lið mótaraðarinnar verðlaunuð og dregið úr skorkortum ásamt því að formaður mótanefndar hefur fulla heimild til frjálsrar úthlutunar á verðlaunum eftir stemmingu í sal.

< Fleiri fréttir