• 1. Object
  • 2. Object

1° - ASA 1.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Reglur um ástundun golfíþróttarinnar á tímum samkomubanns

Golfklúbbum landsins bárust reglur er varða ástundun golfs á tímum samkomubanns. Við munum aðlaga okkar starfsemi að þessum reglum og óskum eftir því að kylfingar sýni því þolinmæði, eins og staðan er í dag er í gildi lokun á æfingasvæði og áréttað er í nýju reglunum að slíkt bann sé í gildi. Í reglunum er einnig tekið til regluverks er varðar almennan golfleik og þar sem uppi er vetrargolfvöllur hjá okkur þurfum við að haga okkur í samræmi við reglur og því eru í gildi neðargreindar reglur um vetrargolf á Urriðavelli og við munum svo betur fara yfir allt er varðar komandi tíma á Urriðavelli þegar nær dregur opnun svo tryggt sé að allt sé í samræmi við gildandi reglur.

Sérreglur á Urriðavelli á tímum samkomubanns varðandi vetrarspil.

  • Rástímabókun er á golfbox.golf fyrir vetrarspil og 15 mínútur eru á milli rástíma. Komi kylfingar til leiks óskráðir skulu þeir gæta þess að hefja ekki leik á 10. teig fyrr en sú braut er alveg auð. Bókaðir rástímar hafa allan forgang.
  • Einungis er settur upp vetrarvöllur á holum 10 – 18 en ekki er leikið á 15. braut.
    Holur 1 -9 eru lokaður og þar óheimilt að spila golf.
  • Notast skal við afmörkuð svæði í upphafshöggi á hverri braut sem afmarkast með teigmerkjum á grasi eða gervigrasteigum.
  • Ekki er leikið mottugolf og stranglega bannað er að slá af brautum og skulu kylfingar fara af braut og slá í röffi.
  • Gætið þess að snerta ekki flaggstangir og þegar golfbolti er komin í námunda við flagg skal taka kúluna upp á ímyndaðri flöt.
  • Golfskálinn er lokaður.
  • Æfingasvæðið er lokað.

Hægt er að kynna sér allar reglurnar hér hvað varðar almenna iðkun golfíþróttarinnar og beinum við þeirri ósk okkar til okkar félagsmanna og allra að fara eftir þeim í hvívetna sama á hvaða velli er leikið.

Reglur_astundun_golfithrottarinnar30222

< Fleiri fréttir