• 1. Object
  • 2. Object

4.4° - A 5.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Sex kylfingar úr EM tryggðu sér keppnisrétt á bestu mótaröðum heims

Golfklúbburinn Oddur stóð fyrir Evrópumóti kvennalandsliða á Urriðavelli í sumar. Til að undirstrika um hversu sterkt mót var að ræða á alþjóðlegum mælikvarða þá sést það líklega best á því að í gær tryggðu fjórir kylfingar, sem tóku þátt í Evrópumótinu á Urriðavelli, sér keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna.

Puk Lyng Thomsen frá Danmörku, Frida Spang Gustafsson frá Svíþjóð, Luna Sabron frá Spáni og Lucrezia Rosso Colombotto frá Ítalíu tryggðu sér í gær fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Golfklúbbnum Leyni. Valdís varð í öðru sæti í mótinu sem er einstakur árangur og er kominn í deild þeirra bestu í Evrópu.

Fyrr í desember tryggðu þær Maria Parra frá Spáni og Bronte Law Englandi sér keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni. Maria Parra lék á lægsta skor einstaklinga á Urriðavelli í sumar eða fjórum höggum undir pari og tryggði sér fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni. Bronte Law leiddi lið Englands til sigurs í mótinu eftir sigur á Spáni í úrslitaleik. Hún hlaut takmarkaðan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni á næstu leiktíð en Law hefur verið einn besti áhugakvenkylfingur í heimi undanfarin ár.

Við hjá Golfklúbbnum Oddi samgleðjumst auðvitað með öllum þessum frábæru kylfingum og ekki síst með Ólafíu Þórunni og Valdísi Þóru. Þetta sýnir um margt hversu golfhreyfingin á Íslandi er öflug. Við óskum kylfingum um allt land til hamingju með einstakt golfár í íslenskri golfsögu.

Hér að neðan má sjá myndir af þessum sex kylfingum sem teknar voru á Urriðavelli í sumar.

Puk Lyng Thomsen frá Danmörku.

Puk Lyng Thomsen frá Danmörku.

Maria Parra frá Spáni

Maria Parra frá Spáni

Bronte Law frá Englandi.

Bronte Law frá Englandi.

Frida Gustafsson frá Svíþjóð.

Frida Gustafsson frá Svíþjóð.

Luna Sobron frá Spáni.

Luna Sobron frá Spáni.

 

Lucrezia Rosso frá Ítalíu.

Lucrezia Rosso frá Ítalíu.

 

< Fleiri fréttir