• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Staðan í Collab liðakeppni GO eftir tvö mót

Þetta verður greinilega hörkukeppni alveg fram á síðasta mót og gaman að sjá hvað þátttakan er frábær. Aðstæður til golfleiks voru óvenjugóðar á mælikvarða mótaraðarinnar þar sem það blés bara og rigningin náði sér ekki á strik að þessu sinni. Sex í sveit komu heldur betur sjóðheit til leiks og greinilegt að betri bolti hentar þeim og léku Ingi Kristinn Magnússon og Margrét Ólafsdóttir völlinn saman á 45 punktum. Fast á hæla þeirra fylgdu nokkur lið en þeim næst voru liðin Sérsveitin og Búbblurnar bæði með 44 punkta og það kom svo í ljós hversu mikilvægt það er að ná að manna liðið með 6 leikmönnum og að allir mæti því þriðja lið skar úr um hvort liðið hafði betur um 2. sætið og þar hafði Sérsveitin sigur.

Við minnum á næsta mót sem verður 21. júní þar sem leikið verður með Greensome fyrirkomulagi, skráning opnar í það mót 14. júní.

Hér er staðan í liðakeppni eftir tvö mót.

Collab-motarodin-2022-stada-eftir-umferd-tvo

< Fleiri fréttir