• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Stefnt að opnun Urriðavallar 7. maí

Vorfundur GO fór fram í golfskálanum á Urriðavelli í gær. Fundurinn var vel sóttur en um 100 félagsmenn sátu fundinn. Það sem bara helst til tíðinda voru fregnir af opnun Urriðavallar og kom fram í máli Inga Þórs Hermannssonar, formanns GO, að stefnt sé að opnun vallarins laugardaginn 7. maí.

Urriðavöllur kemur vel undan vetri og lítur út fyrir að hægt verði að opna völlinn viku fyrr en fyrir ári síðan. Margar flatir koma vel undan vetri og eru það flatir á 6. og 14. braut sem koma einnig verst undan vetri. Líkt og undanfarin ár þurfti að brjóta mikinn klaka af flötum vallarins til að koma í veg fyrir skemmdir en þrátt fyrir mikla vinnu þá hafa orðið einhverjar skemmdir sem gróa vonandi um heilt áður en langt um líður.

Hreinsunardagur
Þeir kylfingar sem vilja taka forskot á sæluna geta tekið þátt í hreinsunardegi á Urriðavelli þann 5. maí n.k. Þar geta félagsmenn tekið þátt í að fegra umhverfið hér á Urriðavelli og er svo boðið í grill í kjölfarið. Eftir hádegi fá þátttakendur að leika níu holur á Urriðavelli inn á sumarflatir og geta því aðeins gripið forskot á golfsæluna.

Eftirvænting fyrir EM
Ingi Þór fór yfir þau verkefni sem framundan eru hjá klúbbnum í sumar og stendur þar einna hæst Evrópumót landsliða kvenna sem fram fer á Urriðavelli 3. – 9. júlí. Nú þegar hafa 18 þjóðir boðað komu sína í mótið og ríkir mikil eftirvænting meðal félagsmanna. Það sést einna best á skráningu sjálfboðaliða í mótið en tæplega 60 manns hafa skráð sig sem sjálfboðaliðar.

Einnig var farið yfir hvar félagsmenn geta leikið golf á meðan mótinu stendur en Urriðavöllur verður lokaður þessa viku vegna mótsins. Flestir vinavellir verða opnir framan af Evrópumótsvikunni og verður nánari ráðstöfun hvað þetta varðar kynnt þegar nær dregur.

Meistaramót GO 2016
Meistaramót GO verður leikið 10. – 15. júlí. Mótið verður að þessu sinni einum degi styttra en undanfarin ár vegna EM og lýkur á föstudegi. Þessar breytingar hafa áður verið kynntar. Nánari uppsetning á flokkum verður kynnt innan tíðar.

Nýir golfbílar væntanlegir
Golfklúbburinn Oddur hefur fjárfest í 10 nýjum rafmagnsgolfbílum sem eru væntanlegir á Urriðavöll í maí. Oddur hefur tekið yfir golfbílaleiguna á Urriðavelli en undanfarin ár hefur hún verið í höndum veitingaþjónustunar. Þessi breyting mun ekki hafa mikil áhrif fyrir félagsmenn en fer pöntun á golfbílum til leigu fram í afgreiðslu golfklúbbsins.

Vorfundur3 vorfundur1

< Fleiri fréttir