• 1. Object
  • 2. Object

0° - N 0 m/s

585 0050

Book Tee Times

Stelpugolf á öðrum degi í Hvítasunnu

Stelpugolf,  annan í Hvítasunnu hjá Golfklúbbnum Oddi

Næsta mánudag, annan í Hvítasunnu bjóðum við öllum stelpum 6-18 ára að koma til okkar í Urriðavatnsdali og kynnast golfinu.  Við verðum með dagskrá frá kl. 11-14 þar sem okkar PGA kennarar munu taka á móti stúlkunum ásamt íslenska stúlknalandsliðinu í golfi.

Í sumar eigum við von á mikilli golfveislu hér í Golfklúbbnum Oddi þegar bestu stúlkur Evrópu, 18 ára og yngri,  munu leggja leið sína í Urriðvatnsdali í Garðabæ og keppa um að verða Evrópumeistarar stúlknalandsliða í golfi. Í tengslum við mótið mun Golfklúbburinn Oddur í samstarfi við Golfsamband Íslands nota tækifærið til að hvetja ungar stúlkur til golfiðkunar. 

  1. Annar í Hvítasunnu 6. júní – Kynning á golfi fyrir stúlkur frá 6 – 18 ára , frá kl. 11-14,  Snag golf og pútt fyrir 6-11 ára á vippsvæði auk kennslu fyrir eldri stúlkur frá 12 ára (grip og sveifla) í æfingabásum.

Kennt af okkar PGA kennurum.  Stúlknalandslið Íslands í golfi mun verða á svæðinu okkur öllum til hvatningar og sýna okkur hvernig spila á golf!

  • Sunnudagur, 19 júní – Mæðgnamót á Ljúflingi frá kl. 10-14.  Áætlaður fjöldi 120. Yngri og eldri saman í Texas Scramble. Getur einnig verið amma-barnabarn.  Allir fá verðlaun fyrir þátttöku.
  • Áhorf á bestu stúlkur Evrópu á Urriðavelli 3.- 9. júlí
< Fleiri fréttir