• 1. Object
  • 2. Object

-6.2° - SSA 1.5 m/s

585 0050

Book Tee Times

Tímabundin lokun á æfingasvæði GO – uppfært 15.4.2020

Kæru félagar.

Golfklúbburinn Oddur hefur tekið þá ákvörðun að virða ósk golfsambandsins sem beinir þeim tilmælum til golfklúbba landsins að gera hlé á fyrirhuguðum opnunum golfvalla og æfingasvæða næstu vikurnar, eða þar til aðstæður leyfa. Við gerum ráð fyrir að skoða stöðuna þann 4. maí og því mun þetta hafa þau áhrif hjá okkur að æfingasvæði GO verður lokað fram að þeim tíma. 

Eins og segir í bréfi golfsambandsins til golfklúbbanna þá er mikilvægt að golfhreyfingin leggist á árarnar með öðrum íþróttahreyfingum, æskulýðsstarfi og yfirvöldum við að takmarka útbreiðslu COVID-19 veirunnar.

Við í golfhreyfingunni erum svo lánsöm að enn eru fjórar til sex vikur í að okkar tímabil hefjist af fullum krafti og af þeim sökum er tiltölulega lítil fórn fólgin í því að slá golfiðkun á tímabundinn frest. Ávinningurinn af því getur aftur á móti orðið sá að hægt verði að opna velli fyrr en ella.

Ástandið sem gengur yfir þjóðina þessa dagana kallar á samstöðu og er á ábyrgð okkar allra!

Skrifstofa GO er opin en einungis hægt að hafa samband við starfsmenn í síma eða með tölvupósti en golfskálinn er lokaður.

Gangi okkur öllum vel.

Með virðingu,
Stjórn og starfsfólk GO

< Fleiri fréttir