• 1. Object
  • 2. Object

9.8° - NNV 6.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

Unnið að endurbótum á glompum við þriðju flöt

Nú á síðustu dögum hafa vallarstarfsmenn á Urriðavelli hafið endurbætur á glompum er liggja við þriðju flöt. Markmiðið með endurbótunum er að endurheimta upprunalegu stærð glompanna en með síendurteknum kantskurði voru glompurnar orðnar stærri að umfangi og höfðu nálgast flötina.

Starfsmenn Urriðavallar nýta þá daga sem ekki er hægt að vinna í tjörn við 5. flöt við endurbyggingu á glompum á þriðju braut en báðum verkum miðar ágætlega. Hins vegar hefur mikil rigning á síðustu vikum tafið nokkuð framgang í tjarnargerð. Stefnt er að ljúka því verki sem fyrst.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá miðar glompugerð vel. Farið var út í sambærilegar framkvæmdir við glompu við fjörðu flöt fyrr í ár sem þótti takast vel til.

Glompur 3.braut2015

< Fleiri fréttir