• 1. Object
  • 2. Object

8.3° - NNV 6 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit í afmælisgolfmótinu

Það voru 92 keppendur skráðir til leiks á frídegi verslunarmanna í greensome afmælismótinu sem haldið var í blíðskaparveðri á Urriðavelli. Ræst var út af öllum teigum klukkan 9:00 og keppendur komnir í hús um 13:00 og verðlaunaafhendingu var lokið fyrir formlegt afmælisboð Golfklúbbsins Odds sem hefjast átti klukkan 14:00.

Úrslit úr mótinu urðu svo sem hér segir að sigurvegarar voru Guðmundur Ragnarsson og Jón Valdimar Guðmundsson en þeir léku völlinn á 67 höggum með forgjöf. Í öðru sæti á 69 höggum og þá betri seinni 9 holum en liðið í þriðja sæti (43 högg) urðu svo Gunnlaugur Magnússon og Margrét Aðalsteinsdóttir og í þriðja sæti Svavar Geir Svavarsson og Etna Sigurðardóttir 69 högg (44 högg) á seinni 9. 

Nándarverðlaun féllu í skaut eftirfarandi aðila:

4. braut Gunnhildur Hauksdóttir 2,08

8. braut Guðmundur Ragnarsson 0,47

13. braut Úlfar Gíslason 4,85

15. braut Gunnlaugur Magnússon 2,17

Vinningshafar fá inneign í golfbúðinni á Urriðavelli, 1. sæti 2 X 12,500, 2. sæti 2 X 10,000, 3. sæti 2 X 7,500 og þeir sem eiga nándarverðlaun fá 5,000 kr. inneign.  Við þökkum fyrir þátttökuna. 

Baldur okkar náði nokkrum myndum á velli sem hægt er að skoða hér.

Guðmundur og Magnhildur

Kristín og Anna

Hulda Hallgrímsdóttir

Elín Hrönn Ólafsdóttir, formaður

Skarphéðinn og Valgerður

Svavar og Jónína

Hulda, Villi, Ingibjörg og Guðmundur

Guðmundur, Dagur, Sigurður og Jón arka upp 11. braut, en þeir Guðmundur og Jón sigruðu mótið í dag á 67 höggum. 

Kristjana og Jón Ævarr

Regína og Kristján

Sigurður, Hjördís, Regína og Kristján

Hrafnhildur Guðjónsdóttir

Karvel, Guðlaugur, Arna og Sveinn

Stefán, Þórunn, Anna og Kristjana Guðmundsdóttir 

Guðlaug Lýðsdóttir

Jón, Bjarni og Anna 

Margrét og Gulli

Gunnar og Vilborg

Jóhanna Dröfn

Valþór Valgeirsson

Hlíf og Ásbjörn

Hjörtur og Guðrún

Hjörtur, Svanhildur, Margrét og Guðrún

Guðný, Atli, Steinunn og Sigurður

Fríða, Magnús, Ingibjörg og Aðalsteinn

Málin rædd að loknum hring og eflaust er Séra Hjálmar að semja vísu fyrir hópinn.

Feðgarnir og sigurvegarar dagsins Guðmundur og Jón Valdimar

Birgir og Halla

Árni og Elín Hrönn

Skor dagsins rætt

Bjarni og Guðlaug að loknu góðu dagsverki.

 

 

< Fleiri fréttir