• 1. Object
  • 2. Object

3° - NNA 13 m/sek

585 0050

Úrslit í kvennaflokki á Örninn Golf heimslistamótinu

Perla Sól Sigurbrandsdóttir sigraði í kvennaflokki á Örninn Golf heimslistamótinu sem fram fór á Urriðavelli. Leiknar voru 54 holur og vegna slæmrar veðurspár fyrir lokadag á sunnideginum var ákveðið að leika 36 holur á laugardegi til að klára þeirra mót. Fyrir lokaumferðina leiddi Perla mótið með 8 höggum á Berglindi Björnsdóttur og Sara Kristinsdóttir var 9 höggum á eftir Perlu. Í lokaumferðinni lék Berglind Björnsdóttir best eða á 73 höggum en Perla kom í hús á 76 höggum eins og Sara og sigraði Perla því nokkuð örugglega með 5 högga mun. Berglind hafnaði í öðru sæti og Sara hélt þriðja sætinu nokkuð örugglega.

Örninn Golfverslun var aðalstyrktaraðili mótsins og hlutu keppendur gjafabréf með inneign í versluninni. Við þökkum Erninum innilega fyrir þeirra stuðning og keppendum í kvennaflokki fyrir þátttökuna.

Sara Kristinsdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Berlind Björnsdóttir
Convert_Current_Page-2

< Fleiri fréttir