• 1. Object
  • 2. Object

9° - A 4 m/sek

585 0050

Úrslit í miðnæturmóti Úrval Útsýn

83 keppendur voru skráðir til leiks í miðnæturmót Úrval Útsýn sem leikið var við ágætar aðstæður þó það hafi blásið nokkuð á keppendur. Ræst var út af öllum teigum klukkan 19:30 og voru flestir keppendur að skila sér í hús rétt eftir miðnætti.

Keppt var um efstu þrjú sætin í punktakeppni ásamt því að nándarverðlaun voru í boði á par þrjú holum vallarins. Við ákváðum að bæta aðeins í sarpinn í viðbót við stuðning Úrval Útsýn sem gaf verðlaun í mótið og dregið var úr skorkortum og upplýsingar um vinningshafa er hægt að sjá hér fyrir neðan. Vinninga er hægt að vitja í afgreiðslu GO eða á skrifstofu.

Það kom upp villa við uppfærslu forgjafa eftir mótið síðast liðna nótt og við vonum að það verði komið í lag fljótlega.

  1. sæti Ingibjörg St. Ingjaldsdóttir 44 punktar – gjafabréf ÚÚ
  2. sæti Ásgeir Aron Ásgeirsson 39 punktar – gjafabréf ÚÚ
  3. sæti Sybil Gréta Kristinsdóttir 38 punktar – gjafabréf ÚÚ

Nándarverðlaun:
4. braut – Ellert Guðjónsson 80 cm – gjafabréf ÚÚ

8. braut – Hilmar Leó Guðmundsson 42 cm – gjafabréf ÚÚ

13. braut – Bjarni Þórðarson 1,17 m – gjafabréf ÚÚ

15. braut – Gísli Bogason 83 cm – gjafabréf ÚÚ

Dregið var úr skorkortum og fá þeir aðilar gjafakassa frá Til hamingju sem innihaldur úrval af hollustu vörum sem tilvaldar eru í golfpokann.

Það er alltaf stutt í brosið ef þig vantar hollustu, nasl, nesti og fleira fyrir heilbrigðan lífsstíl og gleði.

Valdimar Lárus Júlíusson – gjafakassi frá Til hamingju

Bergleif Joensen – gjafakassi frá Til hamingju

Þorvaldur Freyr Friðriksson – gjafakassi frá Til hamingju

Sigurður Snædal Júlíusson – gjafakassi frá Til hamingju

< Fleiri fréttir