• 1. Object
  • 2. Object

-6.2° - SSA 1.5 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit í Opna Sólstöðumóti GO

Frábær þátttaka var í Opna sólstöðumóti GO sem fram fór síðastliðið laugardagskvöld. Alls tóku um 100 kylfingar þátt í mótinu og var leikið í fjögurra manna Texas Scramble. Það leikfyrirkomulag mæltist afskaplega vel fyrir og gæti mótið orðið að árlegum viðburði hjá klúbbnum.

 

Frábær skor voru í mótinu en það var liðið Par-3 undir liðstjórn vertsins á Öðlingi, Niklulás Kristins Jónssonar, sem fóru með sigur af hólmi. Liðið lék á 49 höggum eða alls 22 höggum undir pari.

 

Úrslit í mótinu:

  1. sæti: Par 3 – 49 högg
  2. sæti: Teigarar – 50 högg
  3. sæti: Young Guns – 51 högg

 

Nándarverðlaun:

  1. braut – Kristinn Þorbergsson, 2.59m
  2. braut – Haukur Skúlason 97cm
  3. braut – Guðlaug Lýðsdóttir, 3.65m
  4. braut – Ágústa Arna Grétarsdóttir 1.05m

 

Lengsta teighögg:

Konur á 9. braut – Ágústa Arna Grétarsdóttir

Karlar á 14. braut – Benedikt Bjarnason

< Fleiri fréttir