• 1. Object
  • 2. Object

10° - NNV 5.5 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit úr Powerademóti nr. 2

Það var blíðskaparveður og leikið gott golf á Urriðavelli í örðu móti í liðakeppni sumarsins. Leikformið að þessu sinni var betri bolti og þar geta lið skorað vel þó báðir leikmenn séu ekki endilega að leika sinn besta hring ef skor keppenda hittir á réttar brautir. Lið Sex Urriða var sjóðheitt og sigraði mótið með glæsibrag á 47 punktum, í öðru sæti var liðið Klemmurnar á 44 punktum og í þriðja sæti liðið Spilarar sem skilaði sér í hús á 43 punktum.

Það er smá pása núna eftir þessa snörpu byrjun á mótaröðinni og næsta mót er á dagskrá 25. júní þar sem leikin verður punktakeppni. Fram að því móti ætti að vera einhver dagskrá í innanfélagsmótum og því ættu áhugasamir og metnaðarfullir keppendur að geta fundið sér mót við hæfi.

Hér fyrir neðan er hægt að kynna sér stöðuna. Mótanefnd auglýsir eftir liðinu Hábeinn heppni sem greinilega ætlar að nýta sér lukkuna í síðustu þremur umferðunum og klára mótið með stæl.

Úrslit-úr-powerademóti-2-og-staðan-eftir-2-umferðir-

< Fleiri fréttir