• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Vetrargolfi á Urriðavelli lýkur á morgun

Á morgun, uppstigningardag, mun vetrargolf á Urriðavelli renna sitt skeið þetta vorið. Vallarstarfsmenn munu taka niður flaggstangir og undirbúa opnun vallarins. Kylfingar þurfa ekki að örvænta því Urriðavöllur opnar svo á laugardag með Opnunarmóti GO.

Fyrstu vikuna eftir opnun verður rástímaskráning frá kl. 10:00 en það er gert vegna hættu á næturfrosti.  Ef aðstæður leyfa þá verður ræst út fyrr að morgni og verður félagsmönnum tilkynnt það með fyrirvara.

Golfbílar eru ekki leyfðir á Urriðavelli fyrstu daga eftir opnun en jarðvegurinn er enn mjög viðkvæmur og golfbílar geta valdið töluverðum skemmdum á meðan hitastig er enn lágt.

< Fleiri fréttir