• 1. Object
  • 2. Object

11.8° - SA 3 m/s

585 0050

Book Tee Times

Vetrarspil á Urriðavelli

Þó að golfvöllurinn skarti sínu fegursta strax á fyrstu dögum sumarsins þá er það ennþá svo að við erum að leika vetrargolf og því biðjum við kylfinga að hafa í huga að reglur um vetrarspil eru í gildi.

Notast skal við uppsetta gervigrasteiga á holum 10 – 18, hola 15 er ekki leikin og í staðinn er 14. braut skipt upp í tvær golfbrautir til að ná 9 holu spili.

Við hverja braut er búið að afmarka teig ýmist gervigrasteig eða afmarkað svæði sem nota skal við upphafshögg. Þegar brautin er leikin er bannað að slá af brautinni sjálfri þ.e. snöggslegna svæðinu, taka skal boltann upp og fara út í karga eða röff og slá þar áfram upp brautina. Sérstök vetrargrín eru í notkun og því alfarið bannað að fara inn á flatir vallarsins þó þær líti einstaklega vel út. Vetrargrínin er staðsett nokkuð fyrir framan venjulegar flatar hverrar brautar.

Púttsvæðið og vippflötin eru lokuð og einnig Ljúflingur.

Starfsmenn GO er einnig í óðaönn að undirbúa völlinn og þar er verið að slá brautir og valta, ásamt ýmsum vorverkum og því biðjum við þá sem eru að leika á uppsettum vetrarvellinum um að taka tillit til vinnu starfsmanna og víkja eða ganga á næstu braut ef svo ber undir.

Það eru allar líkur á því að völlurinn opni _. maí en tilkynnt verður um dagsetningu á vorfundi GO 🙂 eða fyrr…..

< Fleiri fréttir