• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Viðbrögð GO við Covid-19

Við viljum upplýsa okkar félagsmenn og aðra gesti um þær aðgerðir sem GO hefur ráðist í til að tryggja öryggi okkar allra ásamt því að gera okkar besta í að tryggja sem minnstu sýkingarhættu og fyrirbyggja smit í aðstöðu okkar.

Skrifstofa GO er opin frá 9:00 – 16:00 en húsnæðið er lokað. Við óskum eftir því að félagsmenn og aðrir sem til okkar þurfa að leita nýti sér það að ná í okkur í síma 5850050 eða á okkar tölvupóstfang oddur@oddur.is.

Boltavél er nánast tóm eins og staðan er þann 17.3. og líklegt að við munum tímabundið loka því svæði vegna þess að okkur er ókleift að týna golfbolta. Við látum vita ef aðstæður breytast þar og munum þá koma upp viðeigandi vörnum eins og sprittbrúsa við körfur en beinum þeim tilmælum til okkar félaga að virða almennar reglur landlæknis um að halda sig í 2 metra fjarlægð frá næsta manni. Allir básar munu verða opnir enda ætti bil að vera eðlilegt á milli manna við slíka notkun en vissulega skynsamlegt að hafa meira bil á milli manna ef það er hægt.

Engin skipulögð fundarstarfssemi eða veisluhald er fyrirhugað í golfskálanum á næstu vikum.

Við minnum á eftirfarandi atriði:
• Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið til að forðast smit. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur.
• Sprittbrúsi og klútar eru á opna svæði við veitingasal. Við mælumst til þess að fólk spritti sig reglulega.
• Starfsfólk GO heilsar ykkur með brosi og veifar ef við verðum á vegi ykkar á svæðinu eða utan þess en sleppum handabandi. Við mælumst til að fólk geri slíkt hið sama.

< Fleiri fréttir