• 1. Object
  • 2. Object

5.2° - A 3.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Vinkvennamót GO og GK

Oddskonur sigruðu stöllur sínar í Keili í spennandi vinkvennamóti í vikunni.

Oddskonur áttu flottan lokadag í tveggja daga vinkvennamóti við Keiliskonur og lokuðu sigri á heimavelli eftir að hafa verið naumlega undir eftir fyrri dag sem leikinn var á Hvaleyrarvelli og bikarinn verður því áfram heima! Þetta var fimmti sigurinn í röð hjá okkar Oddskonum sem er vel að verki staðið. Frábær þátttaka var í mótinu og ekki síður í lokahófinu en þar mættu rúmlega 80 konur og skemmtu sér konunglega.

Vinningshöfum óskum við innilega til hamingju með árangurinn og þökkum Keiliskonum fyrir komuna.

Úrslit mótsins voru:

Punktakeppni milli GO og GK (10 efstu konur í hvorum klúbb telja hvorn dag)

Oddskonur 722 punktar (363+359)

Keiliskonur 694 punktar (366+328)

Lægsta skor samanlagt báða dagana

Sigrún Sigurðardóttir GK 178 högg (85+93)

Punktakeppni

1. sæti Elna Christel Johansen GK 79 punktar

2. sæti Ellen Sigurðardóttir GO 74 punktar

3. sæti Aldís Björg Arnardóttir GO 74 punktar

Nándarverðlaun

Hvaleyrarvöllur 4. braut – Sigrún Sigurðardóttir GK 3,87 metrar

Hvaleyrarvöllur 6. braut – Guðbjörg Elín Ragnarsdóttir GO 0,26 metrar

Hvaleyrarvöllur 10. braut – Halldóra Björk Sigurðardóttir GK 3,87 metrar

Hvaleyrarvöllur 15. braut – Aðalbjörg Óladóttir GO 1,59 metrar

Urriðavöllur 4. braut – Guðríður Jónsdóttir GO 2,1 cm

Urriðavöllur 8. braut – Ragna Valdimarsdóttir GK 2,23 metrar

Urriðavöllur 13. braut – Kristín B. Gunnarsdóttir GO 0,68 metrar

Urriðavöllur 15. braut – Hanna Sigurðardóttir GK 1,48 metrar

Lengsta teighögg

Hvaleyrarvöllur 18. braut – Ágústa Ólafsdóttir GK

Urriðavöllur 9. braut – Birgitta Ösp Einarsdóttir GO

Myndir hér í fréttinni er fengnar af facebooksíðu Oddskvenna

< Fleiri fréttir