• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

VORFERÐ ODDSKVENNA

Á LEYNISVÖLL Á AKRANESI

Kátar voru konur….á Akranesi…  Nú er komið að árlegri vorferð Oddskvenna sem farin verður 24. maí á Leynisvöll á Akranesi.

Leikfyrirkomulag er fjögurra kvenna Texas Scramble og er forgjöf samanlögð leikforgjöf deilt í með fimm.
Mæting er klukkan 11:30 við Smáralind og lagt af stað klukkan 12:00! Keppendur verða ræstir út samtímis kl. 14.00.

Mótsgjald er 9.000kr. – innifalið er akstur báðar leiðir, teiggjöf, vallargjald og máltíð í glæsilegum skála Leynis að loknu móti. 

glæsilegur nýr golfskáli verður vígður 11. maí 2019Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti. Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum. Einnig verður dregið úr skorkortum. 

Skráning er í gegnum golf.is – https://mitt.golf.is/#/motaskra/info/28421/information/

Athugið að skráningin er einungis þátttökuskráning.

Ef einhverjar vilja ekki far með rútunni er mikilvægt að láta Kvennanefndina vita – sama verð er fyrir alla hvort sem þær taka rútuna eður ei. 

Staðfestið þátttöku með greiðslu á reikning 513-14-000223 kennitala: 111167-4359

Þær sem óska eftir að leigja golfbíl hafi samband við Leyni í s. 431 2711. Vinsamlega látið kvennanefndina einnig vita í gegnum FB eða oddskonur@gmail.com

< Fleiri fréttir