• 1. Object
 • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

ZO•ON OPEN 2019

Það er komið að fyrsta opna móti sumarsins á Urriðavelli. Laugardaginn 1. júní verður ZO•ON OPEN 2019, skráning er opin á golf.is. Umgjörðin er glæsileg eins og fyrri ár en keppendur fá teiggjöf ásamt því að þeirra bíður matur og Kaldi í golfskála að loknum hring að hætti meistarakokkanna Hinriks Arnar Lárusson og Viktors Arnar Andréssonar sem reka í dag Öðling Mathús á Urriðavelli og viðbrögðin við þeirra komu hafa verið í einu orði frábær.

Það verða veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf, keppendur geta einungis tekið verðlaun í öðrum flokknum en á vellinum sjálfum verða ýmis verðlaun í boði á útvöldum brautum og því möguleiki á glæsilegum vinningum ef keppendur hitta á rétta höggið á réttum stað.

Að sjálfsögðu sýnum við úrslitaleik meistaradeildarinnar á 86″ skjá í golfskálanum og reynum að klára verðlaunaafhendingu í hálfleik… 🙂

Upplýsingar um mótið:
höggleikur án forgjafar

 1. sæti í höggleik án forgjafar 50.000 kr. gjafabréf frá ZO•ON
 2. sæti í höggleik án forgjafar 35.000 kr. gjafabréf frá ZO•ON
 3. sæti í höggleik án forgjafar 20.000 kr. gjafabréf frá ZO•ON

punktakeppni með forgjöf

 1. sæti í punktakeppni með forgjöf 50.000 kr. gjafabréf frá ZO•ON
 2. sæti í punktakeppni með forgjöf 35.000 kr. gjafabréf frá ZO•ON
 3. sæti í punktakeppni með forgjöf 20.000 kr. gjafabréf frá ZO•ON

Ræst er út frá 08:00-16:00, verðlaunaafhending um 20:45.

Vinningaskrá:

 1. Braut – Ekkert.
 2. Braut – Jaka úlpa frá ZO•ON að verðmæti 40.þús, Næst/ur holu í 2
 3. Braut – Út að borða fyrir 2 að verðmæti 15.þús, Lengsta teighögg kvk
 4. Braut – Flugmiði til Evrópu með Icelandair að verðmæti 64.þús, Næst/ur holu
 5. Braut – Ekkert.
 6. Braut – Út að borða fyrir 2 að verðmæti 15.þús, Næst/ur holu í 2
 7. Braut – Berjast dúnúlpa frá ZO•ON að verðmæti 60.þús, Næst/ur holu í 2
 8. Braut – Flugmiði til Evrópu með Icelandair að verðmæti 65.þús. Næst/ur holu
 9. Braut – Dömu úr frá Leonard að verðmæti 55.þús, Lengsta teighögg kvk
 10. Braut – Herra úr frá Leonard að verðmæti 70.þús, Lengsta teighögg kk
 11. Braut – Bakpoki og taska frá ZO•ON að verðmæti 30.þús, Næst/ur miðlínu
 12. Braut – Ekkert.
 13. Braut – Orra dúnúlpa frá ZO•ON að verðmæti 80.þús, Næst/ur holu
 14. Braut – Hylja regnkápa frá ZO•ON að verðmæti 40.þús, Lengsta teighögg kk
 15. Braut – Ekkert.
 16. Braut – Ekkert.
 17. Braut – Ekkert.
 18. Braut – 100.000kr gjafabréf frá ZO•ON, Næst/ur miðlínu                              

Leikhraði: Hámarkstími til að ljúka leik er 4 klst. og 30 mínútur. 

Dómari: Valdimar Lárus Júlíusson.

Mótsstjóri: Valdimar Júlíusson.

Eftirlit og vallaraðstoð: Baldur Hólmsteinsson

< Fleiri fréttir