• 1. Object
  • 2. Object

10.8° - NNV 6.9 m/s

585 0050

Book Tee Times

Meistaramót GO 2017

Skráning í Meistaramót GO 2017 sem fram fer 1.-8. júlí næstkomandi er í fullum gangi. Enginn ætti að hræðast það að taka þátt í þessu frábæra golfmóti, um er að ræða golfhátíð GO, einskonar Árshátíð þar sem kylfingar velja sér flokk við hæfi sem tekur mið af aldri eða forgjöf og því ættu allir að vera að leika við kylfinga sem eru svipaðir og maður sjálfur í getu. Um er að ræða 3-4 daga mót misjafnt eftir flokkum. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá í afgreiðslu Urriðavallar í síma 5659092 – eða á netfangið afgreidsla@oddur.is

Skráningu líkur föstudaginn 30. júní klukkan 18:00 í þá flokka sem hefja leik 1-2. júlí, miðað er við að skráning fyrir þá hópa sem eiga að hefja leik 5. júlí sé þriðjudaginn 4. júlí klukkan 18:00.

Í mótslok laugardaginn 8. júlí er svo glæsilegt lokahóf sem innifalið er í mótsgjaldi, nánar auglýst síðar. 

Keppnisrétt hafa allir félagar í Golfklúbbnum Oddi.

Áætlun er gefin út fyrir leikdaga í hverjum flokki og hægt að sjá það hér fyrir neðan í þessum hlekk, ásamt því að reglugerðin er neðst í póstinum og þar hægt að sjá flokkaskiptingu.  

https://www.oddur.is/felagsstarfid/motshald/meistaramot/aaetlad-skipulag-rastima-meistaramoti-2017/

REGLUGERÐ MESTARAMÓTS

Reglugerð meistaramóts 2017

  1. grein
    GO gengst árlega fyrir meistaramóti í flokkum karla og kvenna, öldungaflokki karla og kvenna og flokkum unglinga og barna.
  2. grein
    Stjórn GO skal hafa yfirumsjón með framkvæmd mótsins og ákveður þátttökugjöld. Formaður mótanefndar skal skipa mótsstjórn og a.m.k. skipa einn landsdómara og einn héraðsdómara við mótið. Mótsstjórn er heimilt að fella niður keppni eða sameina forgjafarflokka ef þátttakendur eru færri en 3
  3. grein
    Mótsstjórn ákveður staðarreglur, af hvaða teigum skuli leikið og jafnframt skal hún hafa eftirlit með merkingum vallar, holustaðsetningum og getur ákveðið breytingar. Þá getur mótsstjórn ákveðið að fella niður og eða fresta umferð eða umferðum, vegna veðurs. Staðarreglur og keppnisskilmálar skulu vera auglýstar á heimasíðu og vera sýnilegar í golfskála.
  4. grein
    Leika skal eftir reglum Royal and Ancient Golf Club of St. Andrew´s og farið eftir þeirra reglum um notkun bolta og úrslit móts. Ef tveir eða fleiri leikmenn í verðlaunasætum í höggleik verða jafnir í sínum flokki skal leika bráðabana, þar sem leikin er punktakeppni skal telja fyrst seinni níu holur, því næst sex holur, þá þrjár holur, loks eina holu, fyrst þá holu 18 því næst 17 og áfram þangað til úrslit fást með lægra skori á holu ef það dugir ekki skal hlutkesti ráða. Veita skal verðlaun fyrir 1., 2., og 3. sæti í hverjum flokki. Heimilt er að veita fleiri verðlaun í barnaflokkum.
  5. grein
    Mótstjórn raðar keppendum í rástíma á fyrsta degi mótsins í hverjum flokki, hámark þrír saman í holli. Rásröð leikmanna í 2., 3., og 4. umferð ákvarðast síðan þannig að lægsta skor eða flestir punktar hljóta síðasta rástíma í hverjum flokki og síðan koll af kolli.
  6. grein
    Keppt skal í eftirtöldum flokkum og leikið af eftirtöldum teigum án forgjafar í höggleik og með forgjöf í punktakeppni.
  • M.fl. kvenna grunnforgjöf  0 til 10,0                           – teigur 49                                   –  72 holu höggleikur
  • Kvennaflokkur 1 grunnforgjöf  10,1 til 18,0               – teigur 46                                   –  72 holu höggleikur
  • Kvennaflokkur 2 grunnforgjöf  18,1 til 25,0               – teigur 46                                  –  72 holu höggleikur
  • Kvennaflokkur 3 grunnforgjöf  25,1 til 30,0                – teigur 46                                   –  54 holu punktakeppni
  • Kvennaflokkur 4 grunnforgjöf  30,1 til 54,0                – teigur 46                                    –  54 holu punktakeppni
  • M.fl. karla grunnforgjöf  0 til 5,0                                  – teigur 58                                   –  72 holu höggleikur
  • Karlaflokkur 1 grunnforgjöf  5,1 til 10,0                      – teigur 54                                   –  72 holu höggleikur
  • Karlaflokkur 2 grunnforgjöf  10,1 til 15.0                   – teigur 54                                   –  72 holu höggleikur
  • Karlaflokkur 3 grunnforgjöf  15,1 til 20,0                   – teigur 54                                   –  72holu höggleikur
  • Karlaflokkur 4 grunnforgjöf  20,1 til 25.0                   – teigur 49                                   –  72 holu höggleikur
  • Karlaflokkur 5 grunnforgjöf  25,1 til 54,0                   – teigur 46                                   –  54 holu punktakeppni
  • Eldri kylfingar kvenna 50 ára til 64 ára,                       -Teigur 46                                    –  54 holu höggleikur
  • Eldri kylfingar kvenna 50 ára til 64 ára,                       -Teigur 46                                    –  54 holu punktakeppni
  • Eldri kylfingar kvenna 65 ára og eldri,                         -Teigur 46                                    – 54 holu höggleikur
  • Eldri kylfingar kvenna 65 ára og eldri,                         -Teigur 46                                    – 54 holu punktakeppni
  • Eldri kylfingar karla 50 ára til 64 ára,                           -Teigur 54                                    –  54 holu höggleikur
  • Eldri kylfingar karla 50 ára til 64 ára,                           -Teigur 54                                    –  54 holu punktakeppni
  • Eldri kylfingar karla 65 ára og eldri,                             -Teigur 46                                    –  54 holu höggleikur
  • Eldri kylfingar karla 65 ára og eldri,                             -Teigur 46                                    –  54 holu punktakeppni
  • Unglingaflokkur 11 – 13 ára, 14 – 15 ára, 16 – 18 ára ka/kv – teigar 46/49/54 –  36 holu höggleikur
  • Unglingaflokkur 11 – 13 ára, 14 – 15 ára, 16 – 18 ára ka/kv – teigar 46/49/54 –  36 holu punktakeppni
  • Barnaflokkur 10 ára og yngri Stúlkur/Strákar- ljúflingur- 18 holu punktakeppni á Ljúflingi
  • Klúbbmeistarar eru sigurvegarar í mfl. flokki karla og kvenna. Aðrir eru meistarar síns flokks. Komi til þess að meistaraflokkur falli niður er klúbbmeistari sigurvegari efsta flokks (lægsta forgjöf) karla og kvenna.
  • Mótsstjórn er heimilt að leyfa keppendum að færa sig upp um flokk þó forgjöf leikmanns sé ekki í samræmi við grunnforgjöf skv. flokkaskiptingu.
  1. grein
    Sé þátttaka í einstaka flokkum ekki nægilega mikil þá hefur mótstjórn rétt til þess að sameina flokka eða breyta forgjafarmörkum milli flokka.
    Stjórn GO, 2017
< Fleiri fréttir