• 1. Object
  • 2. Object

3.7° - NNV 10 m/s

585 0050

Book Tee Times

Sagan

Í nóvember 1993 stóð Golfklúbbur Oddfellow (GOF) fyrir stofnun nýs golfklúbbs, Golfklúbbsins Odds (GO). GO er opinn klúbbur sem á aðild að GSÍ. Félagar í GO eru u.þ.b. 1200 og klúbburinn heldur úti glæsilegu starfi allt árið um kring. Árið 2005 fékk klúbburinn viðurkenninguna “Fyrirmyndafélag ÍSÍ” en hún er veitt þeim félögum sem standast gæðakröfur ÍSÍ.

Árið 2006 hélt klúbburinn Íslandsmótið í höggleik. Völlurinn skartaði sínu fegursta og mótið var hið glæsilegasta. Á þessu móti kom í ljós að völlurinn er krefjandi og afrekskylfingarnir sáu hve erfiður viðureignar völlurinn getur verið.