• 1. Object
  • 2. Object

9.6° - SA 6.9 m/s

585 0050

Book Tee Times

Æfingasvæði

Allir eru velkomnir á æfingasvæðið á Urriðavelli þar sem boðið er upp á 15 bása til að slá út á rúmgott æfingasvæði af góðum mottum.  Til að nota boltavél á æfingasvæðinu þarf að nota sérstaka boltapeninga (token) eða boltakort en einnig er hægt að kaupa staka körfu í Nayax posa sem tengdur er við vélina. Hægt er að versla áfyllingar á boltakort í golfskálanum og staka peninga (token) á opnunartíma frá 8:00 – 22:00

Vetraropnun á æfingasvæði er í gildi frá 1. nóvember ár hvert til 1. apríl/1. maí er 08:00 – 21:00. Athugið að æfingasvæðið lokast tímabundið ef ekki er hægt að týna upp bolta sökum snjóalags eða ef ekki er fært að svæðinu. Hægt er að leita upplýsinga um stöðu mála í síma 585 0050

Sumar opnunartími æfingarsvæðis

Mánudaga frá klukkan 06:00 til 22:00*
*svæðinu er lokað vegna hreinsunar fyrir slátt

Þriðjudaga frá klukkan 10:00 til 23:00

Miðvikudaga frá klukkan 06:00 til 23:00

Fimmtudaga frá klukkan 08:00 til 23:00

Föstudaga frá klukkan 06:00 til 23:00

Laugardaga frá klukkan 06:00 til 23:00

Sunnudaga frá klukkan 06:00 til 23:00

Opnunartími: Svæðið er alltaf lokað á milli 8:00 – 10:00 á þriðjudögum og til klukkan 08:00 á fimmtudögum vegna vinnu við hreinsun og slátt. Almennt lokar æfingasvæðið á mánudagskvöldum klukkan 22:00 vegna undirbúnings fyrir slátt á þriðjudagsmorgnum. (á við á sumrin)

ATH- það er stranglega bannað að týna bolta af æfingasvæðinu eða slá bolta af grasinu. 

 

Verðskrá:

Stök fata í greiðsluposa 750 kr. (45 boltar)

Boltapeningur, ein fata, kostar 800 krónur (45 boltar).

Hægt er að versla boltakort sem er kjörið fyrir þá sem sækja á æfingasvæðið reglulega. 

Boltakort með 10 fötum, kostar 5.000 krónur (450 boltar).
Boltakort með 15 fötum, kostar 7.000 krónur (675 boltar).
Boltakort með 25 fötum, kostar 10.000 krónur (1,125 boltar).
Boltakort með 40 fötum, kostar 14.000 krónur (1,800 boltar).
Boltakort 500 kr. 

Gott bílastæði er staðsett við æfingasvæðið og er því aðkoma að æfingasvæðinu mjög þægileg. 

Þú þarft ekki að hafa forgjöf eða vera félagsmaður í golfklúbbi til að geta nýtt þér æfingasvæðið á Urriðavelli, við bjóðum alla velkomna.

Sumaropnun á golfskála er frá 8:00 – 22:00 alla daga
Sími í golfskála 585 0050