• 1. Object
  • 2. Object

10° - VSV 5 m/sek

585 0050

Klúbbhús

Á Urriðavelli er stórglæsilegt 350 fermetra veitinga- og klúbbhús. Í klúbbhúsinu er afgreiðsla Urriðavallar ásamt verslun með helstu nauðsynjavörum golfarans. Þar er einnig búnings- og salernisaðstaða. Skrifstofa framkvæmdastjóra er inn í klúbbhúsi ásamt vel útbúnu skrifstofu/fundarherbergi.

Stórglæsilegur veitinga og veislusalur er í klúbbhúsinu sem rúmar um 110 manns og eldhúsið er búið bestu tækjum og tólum. Frá veitingahúsinu er glæsilegt útsýni yfir stórann hluta vallarsvæðisins, bæði 9. og 18. hola eru staðsettar beint fyrir framan húsið.

Yfir sumartímann er salurinn í notkun fyrir almenna umferð golfara, gesta og vegna mótahalds en hægt er að leigja salinn undir veislur yfir þá mánuði sem almennur golfrekstur er ekki í gangi sem væri að jafnaði 15. október – 1. maí. Allar upplýsingar um salinn er hægt að fá á skrifstofu GO í síma 565-9092 eða 8215401 (Svavar)