• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Innskráningarkerfi golfbox

Um árabil höfum við í GO nýtt okkar eigin skráningarkerfi þegar okkar félagsmenn mættu á Urriðavöll en við innleiðslu á golfbox kerfinu 2020 færðist innskráning eða staðfesting á því að kylfingur sé mættur frá okkar hefðbundna kortakerfi í að kylfingar geta nú nýtt sér app eða snertiskjá í golfskálanum. Appið virkar þannig að þegar kylfingur er kominn í c.a. 1 km radíus frá gps punkti golfskálans gefst honum tækifæri ef stillingar eru þannig á símtæki að staðfesta komu sína. Kylfingurinn getur einnig komið inn í golfskála og nýtt sér þar snertiskjá til þess að bóka, staðfesta eða breyta sínum rástíma. Athugið að stilla þarf heimildir í síma þannig að kerfið sé opið þegar komið er á svæðið. 

Með nýja golfappinu frá GolfBox sinnir þú öllu í kringum golfið þitt hvar og hvenær sem er á einum stað.
Í appinu getur þú skráð þig í rástíma og mót, skráð forgjafarhringi, bókað kennslu hjá golfkennara, búið til golfvini, séð allt um tölfræðina þín og margt fleira ef golfklúbbar hafa virkjað alla möguleika appsins. 

Þú notar sama notandanafn og lykilorð og þú notar inn á GolfBox vefsíðuna. Athugaðu að allir virkir kylfingar þurfa að stofna nýjan aðgang í GolfBox undir Nýskráning.

  1. Ferð inn á www.golf.is.
  2. Smellir á Nýskráning efst í hægra horninu.
  3. Þá opnast vefsíða GolfBox
  4. Slærð inn kennitölu og eftirnafn þitt eins og það er skrifað með íslenskum stöfum.
  5. Smellir á Leita.
  6. Ef þú ert skráð(ur) sem virk(ur) félagi í golfklúbbi í kerfinu ertu látin(n) staðfesta að þetta sért þú og flyst þá yfir á Forsíðuna þína í GolfBox.
  7. Ef upplýsingar um þig birtast ekki við leit hefurðu samband við klúbbinn þinn.