Í appinu getur þú skráð þig í rástíma og mót, skráð forgjafarhringi, bókað kennslu hjá golfkennara, búið til golfvini, séð allt um tölfræðina þín og margt fleira ef golfklúbbar hafa virkjað alla möguleika appsins.
Þú notar sama notandanafn og lykilorð og þú notar inn á GolfBox vefsíðuna. Athugaðu að allir virkir kylfingar þurfa að stofna nýjan aðgang í GolfBox undir Nýskráning.
- Ferð inn á www.golf.is.
- Smellir á Nýskráning efst í hægra horninu.
- Þá opnast vefsíða GolfBox
- Slærð inn kennitölu og eftirnafn þitt eins og það er skrifað með íslenskum stöfum.
- Smellir á Leita.
- Ef þú ert skráð(ur) sem virk(ur) félagi í golfklúbbi í kerfinu ertu látin(n) staðfesta að þetta sért þú og flyst þá yfir á Forsíðuna þína í GolfBox.
- Ef upplýsingar um þig birtast ekki við leit hefurðu samband við klúbbinn þinn.