• 1. Object
  • 2. Object

1.4° - SSV 1.9 m/s

585 0050

Book Tee Times

Ljúflingur

Í gegnum árin hefur Ljúflingur verið fastur punktur í spilamennsku margra golfara. Hann hefur um langt skeið verið álitinn einn skemmtilegasti æfingavöllur landsins, mátulega léttur fyrir byrjendur sem og fyrir lengra komna sem vilja taka léttan hring án þess að vera í rúma fjóra tíma að spila. Völlurinn er 9 holu, par 3 völlur, staðsettur í miðju Urriðavallar með sér aðkomu og bílastæðum. Flatargjöldum er stillt í hóf en að sjálfsögðu þarf að greiða fyrirfram fyrir leik á Ljúflingi eins og á öðrum völlum.

 

1. BRAUT – Búðaflöt, stutt og nokkuð þægileg 70 metra braut.

2. BRAUT – Fagraflöt, þarna reynir aðeins á kylfinga því slá þarf 146 metra inn á þessa flöt.

3. BRAUT – Flóttamannaflöt, hér er slegið aðeins upp í móti inn á litla flöt og því þarf að vanda til verksins.

4. BRAUT – Heldrimannaflöt, önnur nokkuð stutt braut en hafið í huga að flötin er í halla og nokkuð snúið að pútta þarna.

5. BRAUT – Kylfingaflöt, hér þarf að halda sé á beinni línu að flöt því hættur er á báðum hliðum á leið að flötinni.

6. BRAUT – Meistaraflöt, flötin lítil og erfið og hættur á leiðinni, ef þú færð fugl hér ertu örugglega verðandi meistari í greininni.

7. BRAUT – Meyjaflöt, nú þarf að draga fram stóru kylfurnar því nú koma nokkrar langar brautir í röð.

8. BRAUT – Víkingaflöt, bein en nokkuð löng braut, sandgryfjur við flötina, nokkuð erfið flöt.

9. BRAUT – Þingmannaflöt, hér þarf að slá beint og langt, tvö góð högg og eitt pútt fyrir pari, þá eru allir sáttir.