Viðburðir Oddskvenna sumarið 2020
Dagskrá kvennanefndar hefur tekið breytingum í vetur og vor og tillit tekið til aðstæðna en kvennanefndin mun fara af stað með sitt starf um leið og færi gefst á. Hér er uppfærð dagskrá þann 28.5.2020 sem ætti að standa fyrir sumarið. Upplýsingar um liðna viðburði sem fóru fram er að finna neðar á síðunni.
Vorfundur/Vorgleði – aflýst
Vorferð – aflýst
Mótaröð Oddskvenna
Fjögurra til fimm skipta mótaröð þar sem tveir bestu hringir telja. Áætlaðar dagsetningar eru 11. júní, 25. júní, 14. júlí, 13. ágúst og ef veður leyfir 19. september.
Meistaramót Golfklúbbsins Odds – 5.-11. júlí, hvetjum konur til að taka þátt. Skráning opnar síðar.
Vinkvennamót GO og GK kvenna – Urriðavöllur/Keilisvöllur -í vinnslu
Tveggja daga samfellt mót í júlí, dagsetningar liggja ekki fyrir en reikna má með fimmtudegi og föstudegi. Fyrri daginn verður spilað á Urriðavelli og hinn síðari á Hvaleyrarvelli. Ein skráning verður fyrir báða dagana, þ.e. sömu konur spila saman á sama tíma báða dagana. Lokahóf á Hvaleyrinni að móti loknu.
Ljúflingsmótið Oddskvenna (Grín- og glensmót sumarsins) – áætlað 6. ágúst
Fréttir frá því í vetur 🙂
Púttmótaröðin var með hefðbundnu sniði, átta skipti, fjögur skipti töldu til verðlauna í mótaröðinni sem leikin var í Hraunkoti í vetur og lauk 9. mars. Konurnar í Oddi dóu ekki ráðalausar þegar kom að verðlaunaafhendingu sem venjulega fer fram á kvennakvöldi og þær brugðu á það ráð að vera með afhendinguna með heimkeyrslu sniði og sýndu frá því á facebook síðu sinni.
Úrslitin voru eftirfarandi: