• 1. Object
 • 2. Object

2° - A 6 m/sek

585 0050

Nýliðar í Golfklúbbnum Oddi

Við viljum að nýjum félögum í Golfklúbbnum Oddi líði vel hjá okkur. Á vorin stendur nýliðum hvort sem þeir eru alveg nýjir á sviði golfsins eða teljast vanir til boða að sækja nýliðanámskeið gegn vægu gjaldi. Þeir sem eru nýjir og óvanir eru sérstaklega hvattir til þess að sækja námskeiðið. Á vorin bjóðum við einnig upp á golfreglunámskeið sem er opið öllum en þar fer vanur golfdómari yfir þær helstu reglur sem við þurfum að kunna. Ef ástæða þykir til bjóðum við sérstaklega til kynningar á starfi klúbbsins fyrir nýja félaga eða komum þannig kynningu inn í annað starf ef það hentar öllum aðilum betur. 

Vissulega er félagsstarf í golfklúbbnum líflegt og þar hvetjum við alla til að taka þátt. Hægt er að kynna sér ýmsa viðburði hér á okkar heimasíðu og alltaf hægt að hafa samband við skrifstofu GO ef einhverjar spurningar vakna. 

 

 • Nýliðakvöld > Kynning á klúbbnum, umgengni um völlinn ofl. praktísk mál – gjaldfrítt
 • Reglunámskeið/fundur > Golfdómari fer yfir golfreglurnar og er fundurinn opinn öllum -gjaldfrítt
 • Nýliðanámskeið Odds í umsjón Golfakademíu Odds – námskeiðsgjald
  • Farið yfir umhverfi golfvallarins, helstu atriði golfsveiflunar og stutta spilið & spilakennsla
   • Verkleg kennsla sinnt af PGA kennurum klúbbsins
   • Golfmót Nýliða – nýliðum er boðið til golfmóts þar sem kennarar eru á vellinum öllum til halds og trausts. 
    • Haldið á Ljúfling eða Urriðavelli (9 holur) allt eftir stærð hópsins
    • Hugsað fyrir þá sem sóttu nýliðanámskeiðið og mögulega önnur námskeið á vegum okkar kennara