• 1. Object
  • 2. Object

9.6° - SA 6.9 m/s

585 0050

Book Tee Times

BARNA- OG UNGLINGASTARF GO

Barna- og unglingaæfingar GO eru ætlaðar félagsmönnum á aldrinum 9 til 18 ára (yngri iðkendur eru þó vel velkomnir í samráði við þjálfara).  Kennsla er í höndum Golf Akademíu Odds undir stjórn PGA kennaranna Phill Hunter og Rögnvaldar Magnússonar en umsjónaraðili æfinga er Hrafnhildur Guðjónsdóttir  og Auður Björt Skúladóttir PGA nemar. 

Hægt er að vera í sambandi við skrifstofu golfklúbbsins á netfangið hrafnhildur@oddur.is til að fá frekari upplýsingar um stöðu mála á æfingum.

Sumartímabil er 2.maí – 30.sept. – Æfingar fara fram í Golfklúbbnum Oddi. 

Æfingatímar 2.maí-12.júní verða á eftirfarandi tímum. Sumaræfingatímar byrja 12.júní. 

Æfingahópur 9 – 11 ára. 
Þriðjudagar 15:15-16:15
Fimmtudagar 16:00 – 17:00

Æfingahópur 12 – 14 ára.
Þriðjudagar 16:15 – 17:15 
Fimmtudagar 17:00 – 18:00

Æfingahópur 15 – 18 ára.
Þriðjudagar 16:15 – 17:15 
Fimmtudagar 17:00 – 18:00.

Sumaræfingatímar byrja 12.júní

Æfingahópur 9 – 11 ára. 
Þriðjudagar 13:00-13:45/14:45-15:30 -Tveir æfingatímar í boði
Fimmtudagar 13:00-13:45/14:45-15:30 -Tveir æfingatímar í boði

Æfingahópur 12 – 14 ára.
Þriðjudagar 13:45-14:45
Fimmtudagar 13:45-14:45

Æfingahópur 15 – 18 ára.
Þriðjudagar 13:45-14:45
Fimmtudagar 13:45-14:45

 

Hægt er að skrá sig í barna- og unglingastarf Odds hér

www.xpsclubs.is

 

GOLFLEIKJANÁMSKEIР

Golfklúbburinn Oddur stendur fyrir golfleikjanámskeiðum á sumrin. Vakin er sérstök athygli á því að allir þeir sem skráðir eru á námskeiðin fá að auki sumar aðild að Ljúfling og verða félagar í Golfklúbbnum Oddi. 

Hér eru dagsetningar fyrir námskeiðin í sumar 2023

  1. námskeið: 12. – 16. júní (5 dagar) 
  2. námskeið: 19. – 23. júní (5 dagar)
  3. námskeið: 26. – 30. júní (5 dagar)
  4. námskeið: 10. júlí. – 14. júlí (5 dagar)
    Athugið að námskeiðstími er frá 9:00 – 12:00

Nánar má lesa um námskeiðin hér í frétt og skráning er í gegnum Sideline Sports (XPS) -Kemur linkur í apríl/maí

Athugið að til að skrá barn í æfingastarf eða golfleikjanámskeið þarf fyrst að stofna aðgang, þegar það er klárt er hægt að bóka á námskeið eða æfingar með því að hafa kennitölu iðkenda. Ef ykkur vantar aðstoð við skráningu þá endilega hafið samband við skrifstofu GO.

Við kennslu á barna námskeiðum er notast mikið við SNAG útbúnað, ekki er gerð krafa um að börnin mæti sjálf með eigin útbúnað en það er að sjálfsögðu velkomið.

SNAG kerfið (hægt að lesa nánar um snag á heimasíðu hissa.is )

SNAG hefur þróað einfalt og skemmtilegt kennslukerfi fyrir bæði kennara og nemendur. Kennt er í æfingum, verkefnum og leikjum þar sem lykilatriðið er að það sé einfalt og gaman að læra og spila golf. SNAG leggur áherslu á alla þætti golfsins þar sem áhöldin eru einfaldari og boltarnir mjúkir.

SNAG hentar öllum kynjum, börnum, fullorðnum og öldruðum. SNAG kerfið hentar einnig vel til að kenna einstaklingum með fötlun.