Meistaramót GO 2023 verður haldið dagana 1. júlí – 8. júlí 2023, skráning hefst 15-22. júní klukkan 10:00 (óstaðfest).
Almennt er skipulag þannig að eldri flokkar og punktakeppni er leikin á fyrri dögum meistaramóts 1. – 5. júlí og höggleikur fer fram 5.- 8. júlí. Einhverjir flokkar skarast þó þarna á milli leikdaga.
Hvetjum félagsmenn til að taka þessa daga frá og mæta í þetta skemmtilega innanfélagsmót þar sem allir ættu að finna hóp sem hæfir forgjöf og getu.