• 1. Object
  • 2. Object

4.5° - NNV 11.9 m/s

585 0050

Book Tee Times

Innanfélagsmót

Það er frábær skemmtun að keppa í golfi í góðum félagsskap og það eflir félagsandann að taka þátt í innanfélagsmótum. Golfklúbburinn Oddur hefur á hverju ári reynt að bjóða upp á ýmis afbrigði af golfleik í sínum innanfélagsmótum. Við viljum hvetja okkar félagsmenn til að taka þátt og vera óhrædd við að leita upplýsinga um mót og mótaafbrigði í afgreiðslu Urriðavallar eða hjá formanni mótanefndar (Valdimar 8978976)

Helstu innanfélagsmótin undanfarin ár hafa verið:

  • Meistaramót GO, stærsta mót sumarsins, flokkaskipt svo allir eigi möguleika á sigri og verið er að keppa við þá sem eru á sama stað í golfíþróttinni. Hér er mikil skemmtun, heil vika þar sem hver hópur er að keppa í 3 -4 daga eftir flokkum. Allir ættu að prófa að vera með í meistaramóti. Glæsilegt standandi lokahóf er svo að kvöldi síðasta dags mótsins þar sem allir eiga góða stund saman.
  • Opnunarmót vallar, hér er um að ræða fyrsta mót golfsumarsins á Urriðavelli
  • Powerade – liðakeppnin, hér er keppt í 6 manna liðum þar sem tveir telja jafnan í hverri umferð svo lið geta verið skipuð færri einstaklingum, fimm mót eru yfir sumarið þar sem þrjú telja til stiga. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðunni. 
  • 17. júní Greensome, parakeppni, ræst út af öllum teigum að morgni á þjóðhátiðardaginn og máltíð að leik loknum. 
  • Bændaglíman, síðasta mót ársins, mikil gleði og jafnan bryddað upp á ýmsum nýjungum eins og að slá með tennisspaða ásamt því að sumar brautir fá á sig aðra mynd en venjulega, hér keyra bændur um völlinn á meðan á glímu stendur og veita sínum liðum veigar í föstu og fljótandi, að lokum er svo máltíð í skála og skemmtun. 
  • Lokamót Kvenna – Lokahittingur kvenna þar sem reynt er að hafa gleðina að vopni og svo er matur í skála að móti loknu.  
  • Hatta og pilsamótið – leikið á Ljúflingi og skilda að mæta í þeim útbúnaði sem óskað er eftir, stutt og skemmtilegt mót.