• 1. Object
  • 2. Object

-1° - NNA 9 m/sek

565 9092

Púttmótaröð kvenna

Kvennanefnd GO stendur fyrir púttmótaröð á hverjum vetri. Í ár nýtum við góða aðstöðu í golfskálanum okkar á Urriðavelli og mótin eru á laugardögum á þeim dagsetningum sem taldar eru upp hér fyrir neðan. Keppnin fer fram milli 09:30 og 11:30. Eina sem þarf að gera er að taka með pútter og golfbolta. Mótsgjald er  700 kr. í reiðufé í hverju móti. Kaffi á könnunni. 

Dagsetningar á mótum 2019 eru eftirfarandi – ATH fjögur bestu mótin telja til úrslita. Verðlaunaafhending er svo á kvennakvöldi og verður dagsetning auglýst sérstaklega.

12. janúar
19. janúar
26. janúar
2. febrúar
9. febrúar
16. febrúar
23. febrúar
2. mars