• 1. Object
  • 2. Object

0.6° - ASA 0.9 m/s

585 0050

Book Tee Times

Gæðahandbók GO

Gæðahandbók GO er ætlað að vera leiðarvísir að markvissu starfi félagsins. Markmið handbókarinnar er að ná til sem flestra þátta í starfi félagsins og gera þeim góð skil og vera tæki til stjórnunar og samræmingar á skipulagi og þjálfun.

Notkun gæðahandbókarinnar mun stuðla að fagmennsku í starfi félagsins, samvinnu og samheldni almennra félagsmanna og afreksfólks, öflugri vinnu í átt að framtíðarmarkmiðum, útbreiðslu upplýsinga um starfið í félaginu og þróun íþróttastarfsins í heild. 

Smelltu á myndina til að sækja gæðahandbók GO

Gaedahandbok-Oddur-lokautgafa-pdf-4

Golfklúbburinn Oddur er fyrirmyndafélag ÍSÍ

Golfklúbburinn Oddur fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á ársþingi Ungmennasambands Kjalarnesþings sem var haldið í golfskálanum á Urriðavelli fimmtudaginn 30. mars 2023.  Það voru fulltrúar ÍSÍ á þinginu, þau Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ, Garðar Svansson og Olga Bjarnadóttir, öll úr framkvæmdastjórn sem afhentu þeim Kára Sölmundarsyni formanni félagsins og Hrafnhildi Guðjónsdóttur íþróttastjóra viðurkenninguna. 

Árið 2006 fengum við fyrst viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ sem síðar var ekki endurnýjuð og uppfærð miðað við breytta staðla og við höfðum lengi ætlað að koma því í góðan farveg. Með uppbyggingu 5000 manna hverfis í Urriðaholti var ljóst að til að þjóna börnum og unglingum í golfklúbbnum og tilvonandi golfurum betur en áður þyrftum við að gera breytingar í okkar íþróttastarfi. Með ráðningu á Hrafnhildi Guðjónsdóttur í starf íþróttastjóra var fyrsta skrefið tekið í átt að breyttum áherslum og skipuleggur hún starfið náið með okkar öflugu PGA kennurum og því erum við viss um að íþróttastarfið nái að vaxa og dafna í komandi framtíð. 

Stjórn klúbbsins og starfsmenn munu leggja sitt af mörkum á komandi árum til að sýna öllum meðlimum klúbbsins og iðkendum í verki að Golfklúbburinn Oddur mun standa undir þeirri viðurkenningu að kallast Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

Á myndinni hér fyrir neðan eru frá vinstri, Olga Bjarnadóttir ÍSÍ, Kári Sölmundarson formaður GO, Hrafnhildur Guðjónsdóttir íþróttastjóri GO, Hafsteinn Pálsson ÍSÍ og Garðar Svansson frá ÍSÍ.