• 1. Object
  • 2. Object

12° - V 1 m/sek

565 9092

Púttmótaröð GO

Nú ætlum við að hefja púttmótaröð GO, en fyrsta mótið verður haldið mánudaginn 21. janúar og opnar húsið 19:30 og stendur fyrsta mótið til 22:00. Alls verða 6 mót í mótaröðinni og telja 3 bestu mótin. Keppt verður um glæsileg einstaklingsverðlaun, í karla og kvennaflokki. Þáttökugjald í hverju móti er 500 kr.

Til að hafa aðeins meiri keppni þá ætlum við einnig að halda liðakeppnimót þar sem tveir telja saman sem lið og skrá sig sérstaklega í þá keppni, verðlaun verða einnig veitt í þessari mótaröð fyrir 1. 2. og 3. sæti., en greiða þarf eitt gjald í liðakeppni 2000 kr. á lið sem gildir fyrir mótið í heild. Tvö bestu samanlögð skor leikmanna gilda í hverju móti og eru mótin þar einnig 6 og telja þrjú bestu mótin. 

Sjá allar nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Mótsdagar eru eftirfarandi (með fyrirvara um breytingar):

Mótin fara fram á mánudögum í janúar og febrúar milli 20:00-22:00, húsið opnar 19:30 nema annað verði auglýst.

21. janúar

28. janúar

04. febrúar

11. febrúar

18. febrúar

25. febrúar

Umsjón: Umsjón með mótunum hafa félagsnefnd og mótanefnd GO en allar upplýsingar um mótið má fá hjá Svavari Geir á skrifstofu GO.

Skorkort eru í golfskála GO. Eftir hvert mót er skorkortum skilað til starfsmanns nefndar sem er á staðnum í skorkortskassa. Úrslit og staða eru svo birt á heimasíðu GO

Helstu reglur í púttmótum:

Mótin er 13 holur í hvert skipti.

Allir sem taka þátt í mótinu verða að hafa meðspilara sem skráir skor leikmanns.

Leikmaður og ritari þurfa að kvitta fyrir skráðu skori áður en skilað er inn til umsjónarmanns.

Tveir til þrír mega leika saman. 

Skorkortið verður að vera fyllt út með nafni.

Í byrjun hverrar brautar verður að stilla bolta upp við hliðina á teigmerki.

Klára verður hverja holu til að fá skor.

Eitt högg er í víti ef bolti snertir vegg eða fer út af velli.

Færa má bolta frá vegg þar til viðunandi staða er fengin, en þó ekki nær holu.

 

 

< Fleiri fréttir