• 1. Object
  • 2. Object

10° - A 4 m/sek

565 9092

Afreksstarf eldri kylfinga

Boðað hefur verið í æfingahópa í karla og kvennaflokkum hjá eldri kylfingum og eru æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 18:00. 

Allir eldri kylfingar sem skráðir eru í GO geta spilað sig inn í Öldungasveit Odds. Á hverju sumri geta kylfingar tekið þátt í þeim mótum sem tekin eru til viðmiðunar við val í keppnissveitina. Undanfarin ár er valið inn af stigalista LEK, Meistaramóti GO og úr Mótaröð Odds fyrir val í keppnissveit. Eins og staðan er núna 2018 er líklegt að listi LEK og meistaramóts ráði för en ekki hefur verið ákveðið með form á úrtökumóti vegna þéttrar dagskrár á vellinum.  

Til upplýsinga þá eru hér reglur um val í keppnissveit:

Reglur við val í keppnissveitir eldri kylfinga kvenna og karla:

9 kylfinga sveit:
Efstu ÞRÍR leikmenn á stigalista  LEK  eftir íslandsmót skipa fyrstu þrjú sætin. 
Efstu TVEIR leikmenn á Meistaramóti GO skipa næstu tvö sæti. Val í þessi sæti skal miða við punkta leikmanns án forgjafar, tveir bestu hringir kylfinga telja.
Efstu TVEIR leikmenn á Úrtökumóti Eldri kylfinga. Tvö bestu mót af fjórum telja. Val í þessi sæti skal miða við punkta leikmanns án forgjafar.
Síðustu tvö sætin í sveitina eru valin af afreksnefnd og þjálfurum.
Ef úrtökumót fellur niður, raðast inn aukasæti eitt úr LEK og eitt úr meistaramóti.

Verði sömu leikmenn í efstu sætum í þeim mótum sem velja skal úr, mun afreksnefnd og MP Golf velja þá leikmenn sem skipa skulu sveit til að fylla upp í keppnissveit. Fyrst er valið úr meistaramóti, næst úr Lek og svo úr Úrtökumóti, röðin er svo endurtekin til að velja fyrstu 7 leikmenn.

6 kylfinga sveit:
Efstu TVEIR leikmenn á stigalista  LEK  eftir íslandsmót skipa fyrstu tvö sætin. 
Efstu leikmenn á Meistaramót GO og Úrtökumóti Eldri kylfinga skipa næstu tvö sæti. Skal taka til viðmiðunar tvo bestu hringi úr meistaramóti og tvö bestu úr Úrtökumóti. Val í þessi sæti skal miða við punkta leikmanns án forgjafar.
Síðustu tvö sætin í sveitina eru valin af afreksnefnd og þjálfurum.
Ef úrtökumót fellur niður, raðast inn aukasæti eitt úr LEK og eitt úr meistaramóti.

Verði sömu leikmenn í efstu sætum í þeim mótum sem velja skal úr, mun afreksnefnd og Golf Akademían Oddur velja þá leikmenn sem skipa skulu sveit til að fylla upp í keppnissveit. Fyrst er valið úr meistaramóti og næst úr Lek til að skipa fjögur sæti.

Afreksnefnd vill hvetja þá kylfinga sem telja sig eiga erindi í keppnissveitir til að taka þátt í þeim mótum sem gilda til vals í keppnissveitir. Við viljum einnig óska eftir því að einungis þeir sem vissulega gefa kost á sér í sveitir séu að nýta sér úrtökumótin sem haldin eru hér á Urriðavelli á virkum dögum eins og hér að ofan er greint frá.    Þeim kylfingum sem telja sig eiga heima í æfingahóp er velkomið að vera í sambandi við svavar@oddur.is og málið verður skoðað með viðkomandi leikmanni.    

 

Kv. Afreksnefnd GO