
16/08/2025
Það láðist að birta þessa frétt að loknu móti, afsökum það, útreikningur dróst aðeins og fréttaritari greip ekki tækifærið þegar það gafst að koma fréttinni í loftið en hér eru staðfest úrslit í fjórðu umferð og staðan fyrir lokamótið sem verður spennandi.
Liðið Sumarliðar fóru aldeilis á flug og skelltu í 44 punkta í fjórða móti sumarsins í Collab mótaröðinni og sigruðu mótið með nokkrum yfirburðum. Þeir Ísak Örn Guðbjörnsson og Sigurður Karel G Bachmann leiddu vagninn fyrir Sumarliðana, leikfyrirkomulagið var Greensome. Í öðru sæti varð svo liðið, Sól á himni sem náði tveimur sterkum liðum í hús en 41 punktur taldi best hjá þeim þar sem Ólafur Örn Jónsson og Guðrún Símonardóttir náðu vel saman, 40 punktar liðs tvö hjá Sól á himni töldu sterk í þessu móti því skera varð um milli liða í 2 og 3. sæti og þá er gott að skila vel í búið. Í þriðja sæti þá einnig á 41 punkti, var liðið Sex í Sveit þar sem Margrét Aðalsteinsdóttir og Gunnlaugur Magnússon áttu hörkuhring en urðu að sætta sig við þriðja sætið þar sem leikhópur tvö í þeirra liði náði einungis 34 punktum (sem er samt gott).
Hér rétt fyrir neðan eru úrslit í fjórða mótinu hjá öllum liðum sem tóku þátt, neðar finnið þið heildarstöðuna, en í efstu þremur sætum fyrir lokaumferð eru liðin
1 | Míron | 3.277,50 |
2 | Prinsarnir | 2.940,00 |
3 | Sól á himni | 2.790,00 |