10.5° - S 1 m/s

585 0050

Book Tee Times

Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga 65 + og 75 +

Við áttum frábæra fulltrúa á LEK íslandsmótum golfklúbba í flokkum 65+ karla og kvenna og 75+ karla sem leikið var í annari viku ágúst mánaðar. Kvennalið GO komst á verðlaunapall og keppendur fengu að eiga við íslenska veðráttu eins og við er að búast í hefðbundnu sumri hér á klakanum. 

Kvennalið GO í 65 + átti virkilega flott mót en leikið var í Grindavík. Lið GO hafnaði í 3. sæti eftir flotta leiki og við óskum okkar konum innilega til hamingju með sinn árangur. Liðið skipuðu þær (talið frá vinstri), Þuríður Halldórsdóttir, Ingibjörg Bragadóttir, Snjólaug Elín Bjarnadóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Ingibjörg Sigurrós Helgadóttir (liðsstjóri) og Unnur Birna Þórhallsdóttir.

Karlalið GO í 65+ lék sitt mót í Öndverðarnesi og mótið var jafnt og spennandi, jafntefli, tap og sigur í fyrstu þremur leikjum mótsins sendi okkar menn í baráttu um 5 – 8. sæti og eftir góða baráttu hafnaði liðið í 7. sæti og tryggði sætið í efstu deild að ári þar sem menn ætla að koma sterkir til leiks á nýju ári. 
Lið GO skipuðu þeir Þórður Möller, Stefán Sigfús Stefánsson, Páll Kolka Ísberg, Þór Geirsson, Páll S. Kristjánsson, Guðmundur Ragnarsson, J. Rúnar Magnússon, Ragnar Gíslason og Magnús Ólafsson. Engin mynd var tekin af okkar köppum í mótinu og því látum við þetta duga í umfjöllun. 

Karlalið GO í 75+ tók þátt í fyrsta LEK móti golfklúbba í þessum aldursflokki. Mótið var haldið hjá GVS á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysuströnd. Sex lið mættu til leiks og mikil stemming var hjá keppendum sem margir höfðu ekki endilega kynnst þessu leikformi og mikil gleði ánægja var með völlinn og alla umgjörð. Lið GO hafnaði í 5. sæti í þessu móti og ekki annað að heyra eftir mótið á okkar köppum en að mikill áhugi væri að gera betur og búa til góðan hóp fyrir næsta ár og það hljómar virkilega vel. 
Lið GO skipuðu þeir Guðmundur Ingi Jónsson (liðsstjóri), Hjálmar Jónsson, Þór Ottesen Pétursson, Dagbjartur Björnsson og Rúnar Gunnarsson. 

  

 

< Fleiri fréttir