• 1. Object
  • 2. Object

-1000° - NNV 5.9 m/s

585 0050

Book Tee Times

Frábær Oddsferð til Belfry

Fjórtán félagar úr Golfklúbbnum Oddi er nýkomnir heim úr frábærri golfferð til Belfry á Englandi. Ferðin var skipulögð í samstarfi við GB Ferðir og heppnaðist ferðin afskaplega vel. Belfry er heimsþekkt golfsvæði við Birmingham þar sem Ryder-bikarinn hefur fjórum sinnum farið fram – síðast árið 2002.

„Þetta var mikil upplifun. Það er magnað að koma til Belfry og leika á þessu fræga golfsvæði,“ segir Örn Smári Gíslason sem var fararstjóri í ferðinni.

Hópurinn úr Oddi fékk frábært veður í ferðinni því ekki féll dropi úr lofti alla helgina. „Vellirnir voru frábærir og í topp ásigkomulagi. Öll aðstaða á Belfry er frábær – allt á sama punktinum. Það er stutt að labba á teig á alla þrjá vellina. Veitingastaðir eru frábrugðnir hvor öðrum og hótelið mjög gott. Okkar upplifun var í alla staði frábær.“

Flogið var beint með Icelandair til Birmingham en aðeins er um 15 mínútna akstur frá flugvellinum til Belfry. „Ferðalagið er svo sutt og þægilegt í alla staði. Það var líka hluti af hópnum sem nýtti tækifærið og kíkti yfir til Birmingham,“ bætir Örn Smári við.

Skorið aukaatriði

Blásið var til golfmóts í ferðinni og leikið á Brabazon vellinum heimsþekkta sem er aðal keppnisvöllurinn á Belfry golfsvæðinu. Anna María Sigurðardóttir og Halldór Örn Óskarsson fögnuðu sigri og fengu að launum gjafabréf frá GB Ferðum.

14691454_10210647818093085_8045461865180469333_o

„Þetta er auðvitað alvöru vellir – langir og krefjandi. Þó að Brabazon hafi náð að brjóta mig þá lét ég það ekki á mig fá. Skorið var aukaatriði því upplifunin var svo mikil,“ segir fararstjórinn.

„Hópurinn var breiður í aldri og við þekktum hvort annað ekki mikið. Við fengum því tækifæri til að kynnast og andinn í ferðinni var frábær. Við vorum orðin eins og góður vinahópur í lok ferðar,“ sagði Örn Smári Gíslason, fararstjóri GO á Belfry.

Nokkrar myndir úr ferðinni má sjá hér að neðan. Myndirnar tók Örn Smári Gíslason.

14708083_10210647590407393_2042359557706597299_o 14712768_10210647593687475_4789659129856780547_o 14711282_10210647599687625_3146970783917830785_o 14682032_10210647617368067_4602800384598251548_o 14633724_10210647621248164_1372501791118372375_o 14713031_10210647621008158_5526738870185995436_o 14712546_10210647617328066_8683644655241272992_o 14711588_10210647593327466_7553902463585518907_o 14691326_10210647590927406_3972449617517813766_o

< Fleiri fréttir