• 1. Object
  • 2. Object

4.4° - VNV 5.5 m/s

585 0050

Book Tee Times

Æfingar barna og unglinga

Vegna aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta því að hefja æfingar barna og unglinga þangað til í apríl, ný dagsetning verður auglýst þegar aðstæður leyfa. Æfingar munu þá fara fram á okkar æfingasvæði.

Nú eru að hefjst æfingar barna og unglinga. Mikill meðbyr hefur verið með okkar sumarnámskeiðum og ungum iðkendum hefur fjölgað í golfklúbbnum á undanförnum árum. Sú þróun og mikil uppbygging í Urriðaholti styður við frekari uppbyggingu á barna og unglingastarfi hjá Golfklúbbnum Oddi og mun vonandi stuðla að bættri æfingaaðstöðu í framtíðinni á okkar svæði. 


Við höfum fengið pláss í góðri aðstöðu í Kórnum í Kópavogi og æfingar barna og unglinga hefjast 1. mars. Æft verður tvisvar í viku á þriðjudögum klukkan 16:00 og á föstudögum klukkan 17:00. Æfingar munu svo færast á okkar æfingasvæði hér á Urriðavelli þegar aðstæður leyfa. Phill Hunter og Rögnvaldur Magnússon PGA kennarar Golf Akademíu Odds munu sjá um æfingarnar. 

Skráning á æfingar fer í gegnum Nóra innheimtukerfið á oddur.felog.is,
æfingagjaldið fyrir árið 2022 er 10.000 kr.  

Ekki er sett skilyrði fyrir því að barnið sé í golfklúbbnum til að stunda æfingar en enginn spilaréttur í sumar er innifalinn í æfingagjaldi. Til að öðlast spilarétt á svæðinu þarf að ganga frá félagsaðild barna og unglinga í Odd eða Ljúfling. 

Æfingar eru hugsaðar fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 – 17 ára. 

Athugið að við skráningu á oddur.felog.is þarf sá sem skráir að vera forráðamaður og ef þið eruð ekki skráðir forráðamenn og þurfið aðstoð við skráningu þá endilega hafið samband við skrifstofu GO 5850050 eða á netfangið skrifstofa@oddur.is

< Fleiri fréttir