• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Æfingasvæði GO lokað

Nú þegar hertari reglur hafa tekið gildi vegna Covid-19 höfum við ákveðið að bregðast við þeim tilmælum sem okkur hafa borist með lokun á æfingasvæði sem tekur gildi strax í dag 9.10. Grunnástæða lokunar á æfingasvæði er vegna þess að við getum ekki tryggt þrif á golfboltum og snertiflötum og við stefnum á að endurskoða þessa ákvörðun þann 19. október ef aðstæður leyfa.

Við minnum áfram á mikilvægi þess að þvo hendur, spritta og gæta að almennu hreinlæti.

Meðan golfvöllurinn sjálfur er opinn þá viljum við beina þeim tilmælum til þeirra sem okkur heimsækja að takmarka umgang um golfskála eins og frekast er kostur.

< Fleiri fréttir