• 1. Object
  • 2. Object

6° - VNV 2 m/sek

565 9092

Borun á nýrri vatnsholu að hefjast

Framkvæmdir við borun á nýrri vatnsholu eru að hefjast við hlið æfingasvæðisins. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir næstu 2-3 daga og eitthvað ónæði gæti orðið á meðan á vinnu stendur. Eins og gefur að skilja fylgir svona framkvæmd nokkur tækjakostur og því eru bílastæði við æfingasvæðið færri en vant er og því óskum við eftir því að kylfingar sem eru að sækja á æfingasvæðið nýti bílastæði við golfskálann og gangi að æfingasvæðinu. Ekki er heimilt að leggja á þjónustuveginum inn á völlinn eða ofan við kennaraskúrinn. Mögulega verður aðkeyrslu að æfingasvæði lokað ef við teljum þess þörf til að gæta öryggis manna og bíla. 

 

< Fleiri fréttir