• 1. Object
  • 2. Object

6.1° - SA 1.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

Bráðabani og hola í höggi í ZO-ON Iceland Open 2015

ZO-ON Iceland Open 2015 fór fram á Urriðavelli síðastliðin laugardag og var frábær þátttaka í mótinu. 202 keppendur tóku þátt í mótinu og þökkum við öllum þeim kylfingum kærlega fyrir þátttökuna.

 

Leikið var í höggleik og punktakeppni. Í höggleik voru þeir Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr GS og Garðar Rafn Halldórsson úr GF jafnir á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Þeir fóru því í bráðabana um sigurinn og léku þeir 10. braut Urriðavallar. Guðmundur Rúnar bar þar sigur úr býtum. Davíð Jónsson úr GS hafnaði svo í þriðja sæti á 73 höggum.

 

Þó svo að Garðar Rafn hafi tapað í bráðabananum um sigur í höggleiknum þá bar hann sigur úr býtum í punktakeppninni með 40 punkta. Stella Steingrímsdóttir úr GR varð í öðru sæti og Hilmar Þór Hákonarson úr GB í þriðja sæti en bæði fengu þau 39 punkta.

 

Veitt voru vegleg nándarverðlaun í mótinu. Hæst bar að á 13. braut gerði Eyjólfur Ágúst Kristjánsson sér lítið fyrir og fór holu í höggi. Hann vann sér inn úttektarinneign frá Skeljungi sem vafalaust kemur að góðum notum. Sannkallað draumahögg hjá Eyjólfi og óskum við honum til hamingju með áfangann.

 

Öll helstu úrslit í mótinu má sjá hér að neðan.

Úrslit í höggleik:

  1. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS – 72 högg* (50.000 kr. gjafabréf frá ZO-ON)
  2. Garðar Rafn Halldórsson, GF – 72 högg (35.000 kr. gjafabréf frá ZO-ON)
  3. Davíð Jónsson, GS – 73 högg (20.000 kr. gjafabréf frá ZO-ON)

*Bráðabani var leikinn á 10. braut. Guðmundur fékk par en Garðar lék á sex höggum.

 

Úrslit í punktakeppni:

  1. Garðar Rafn Halldórsson, GF 40 punktar (50.000 kr. gjafabréf frá ZO-ON)
  2. Stella I Steingrímsdóttir, GR 39 punktar* (35.000 kr. gjafabréf frá ZO-ON)
  3. Hilmar Þór Hákonarson, GB 39 punktar (20.000 kr. gjafabréf frá ZO-ON)

*Fleiri punkta á síðustu sex holunum

 

Nándarverðlaun

  1. braut – 20.000 kr. Inneign frá Skeljungi – Bergþór Smári, 32 cm
  2. braut – Flugmiði frá Icelandair – Einar Kristinn Kristgeirsson, 65 cm
  3. braut – 20.000 kr. Inneign hjá Skeljungi – Eyjólfur Ágúst Kristjánsson, hola í höggi
  4. braut – Flugmiði frá Icelandair – Helgi Anton Eiríksson, 1,67m

 

Lengsta teighögg

  1. braut (konur) – Dömu Guess úr frá Leonard að verðmæti 43.900 kr – Hrafnhildur Guðjónsdóttir
  2. braut (karlar) – Herra Guess úr að verðmæti 38.500 kr. – Skúli Ágúst Arnarson

Dregið var úr skorkortum og fengu tveir heppnir kylfingar 50 þúsund króna inneign hjá ZO-ON Iceland. Mótinu var formlega slitið kl. 21:45. Golfklúbburinn Oddur vill þakka keppendum fyrir frábært mót og sömuleiðis aðalstyrktaraðila mótsins, ZO-ON Iceland, fyrir frábært samstarf í ár.

Hér má sjá yfir 150 myndir sem teknar voru af kylfingum og verðlaunahöfum á laugardag.
< Fleiri fréttir